Gigtarfélag Íslands fta.
Gigtarfélag Íslands fta.
Gigtarfélag Íslands fta.

Gigtarfélag Íslands óskar eftir sjúkraþjálfurum

Gigtarfélag Íslands óskar eftir tveimur sjúkraþjálfurum í 100% starf. Gigtarfélag Íslands hefur undanfarið gengið í gegnum miklar breytingar. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn og félagið hefur flutt í nýuppgert og hentugt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík þar sem aðgengi og aðstaða er til fyrirmyndar. Mikil tækifæri eru til að móta starfsemi sjúkraþjálfunardeildar félagsins á nýjum stað og leigan hjá okkur er mjög hagstæð. Flestir skjólstæðingar sjúkraþjálfunarinnar er fólk á öllum aldri með gigtarsjúkdóma og er þetta því gott tækifæri fyrir sjúkraþjálfara sem hefur áhuga á gigt. Margir eru í langtímameðferð hérna hjá okkur og því gefst tækifæri til að vinna með hvern einstakling til lengri tíma. Félagið hefur einnig yfir að ráða litlum sal þar sem hægt er að sinna hópþjálfun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Móttaka sjúklinga og meðferð ásamt öðru sem tilheyrir starfinu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari

Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf

Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

 Góð íslenskukunnátta

Fríðindi í starfi

Frábært og skemmtilegt samstarfsfólk 😀

Advertisement published31. March 2025
Application deadline15. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Brekkuhús 1, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags