

Sjúkraþjálfarar óskast til starfa hjá Takti
Taktur óskar eftir sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum til starfa í fullt starf eða hlutastarf til að sinna fólk með Parkinsonsjúkdóm og skylda sjúkdóma.
Taktur er sérhæfð endurhæfingarstöð fyrir fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma sem er staðsett í nýuppgerðu húsnæði í Lífsgæðasetri St. Jó, í hjarta Hafnarfjarðar. Við bjóðum upp á sérhæfða endurhæfingu fyrir fólk á fyrri stigum Parkinsonsjúkdóms, þar sem markmiðið er að auka hreyfigetu og virkni, hægja á framgangi sjúkdómsins og bæta lífsgæði.
Starfið veitir möguleika á að taka þátt í þróun þjónustunnar og tækifæri til að vinna með öflugu teymi starfsfólks Takts.
Við bjóðum upp á framúrskarandi aðstöðu í hlýlegu umhverfi:
- Sérherbergi með æfingabekk fyrir einstaklingsþjálfun og skrifstofuaðstöðu
- Aðgengi að æfingasölum með sérhæfðum tækjum og búnaði fyrir hópþjálfun
- Búningsklefar og þvottahús
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Íslenskt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
- Frumkvæði og metnaður í starfi
- Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
Við bjóðum upp á:
- Hagstæða leigu
- Sveigjanlegan vinnutíma og starfshlutfall
- Framúrskarandi aðstöðu og tæki
Starfið er laust nú þegar en sveigjanleiki er varðandi hvenær viðkomandi hefur störf.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi.
Áhugasömum er velkomið að skoða aðstöðuna. Allar nánari upplýsingar veita Ágústa Kristín Andersen, forstöðumaður Takts, [email protected] og Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinsonsamtakanna, [email protected]
