
Kaldvík
Kaldvík, áður Ice Fish Farm, er eitt öflugasta fiskeldisfyrirtæki landsins með starfsemi í fimm sveitarfélögum. Seiðaframleiðsla félagsins samanstendur af seiðaeldisstöðvum í Ölfusi og tveimur seiðaeldisstöðvum í Norðurþingi, á Rifósi og Kópaskeri. Sjóeldi félagsins er í þremur fjörðum; Berufirði, Stöðvafirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og umsókn í Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur vinnslu á Djúpavogi. Stefnt er á að framleiða um 150 milljón máltíðir á ári af hágæða laxi sem er álitinn ofurfæða, enda með átt hlutfall af Omega 3. Fyrirtækið er með vottanir um sjálfbæra framleiðslu og er leiðandi í sinni grein.
Hjá Kaldvík starfa um 200 manns og hefur fyrirtækið metnað til að vaxa og skapa samkeppnishæf og sjálfbær störf á Íslandi.
Gæðasérfræðingur í landeldi
Vilt þú taka þátt í að tryggja gæði og sjálfbærni í framtíð landeldis?
Kaldvík, eitt öflugasta fiskeldisfyrirtæki landsins, leitar að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi í starf gæðasérfræðings með ábyrgð á landeldisstöðum Kaldvíkur á Suðurlandi og öðrum verkefnum sem tengjast gæðastjórnun, innra eftirliti og vottunum félagsins. Starfið krefst nákvæmni, hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, og góðrar þekkingar á verklagsreglum og gæðastöðlum.
Kaldvík starfar á 11 stöðum um landið og framleiðir hágæða lax sem nær yfir 150 milljón máltíðir á ári. Fyrirtækið leggur áherslu á sjálfbærni, gæði og samfélagslega ábyrgð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og þróun gæðakerfis félagsins.
- Stuðningur við ASC vottunarferli – skjalamál, undirbúningur og eftirfylgni.
- Þjálfun starfsfólks í verklagsreglum og ferlum félagsins.
- Framkvæmd innra eftirlits.
- Skráning og eftirfylgni með verklagsreglum, frávikum, áhættumötum og viðbragðsáætlunum.
- Daglegur stuðningur við eldisstarfsmenn.
- Þátttaka í innri og ytri úttektum og aðstoð við undirbúning og eftirvinnslu.
- Stuðningur í samræmi við opinberar reglur og staðla.
- Stuðningur við ASC og Whole Foods Market vottunarferli.
- Skýrslugerð.
- Aðstoð við önnur gæðatengd verkefni eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af gæðastjórnun og/eða notkun rafrænna gæðakerfa.
- Þekking á viðurkenndum stöðlum og vottunarkerfum (t.d. ASC, ISO) er kostur.
- Góð hæfni í upplýsingamiðlun, kennslu og leiðsögn.
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð tölvukunnátta og færni í að vinna með skjöl og gæðaskrár.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Advertisement published21. July 2025
Application deadline5. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (6)

Gæðastjóri - Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Vöruþróun og framleiðsla
ICEWEAR

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax
Arnarlax ehf

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Við leitum að gæðastjóra í verksmiðju TDK Foil Iceland ehf á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

S. Iceland ehf. óskar eftir gæðastjóra.
S. Iceland ehf.