
KAPP ehf
KAPP er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir OptimICE® krapakerfi, forkæla og RAF sprautuvélarkerfi. Hjá KAPP Skaganum er framleiddur kæli- og frystibúnaður sem seldur er um allan heim. Félögin reka öflug renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
KAPP er einnig umboðs- og þjónustuaðili fyrir erlenda framleiðendur vara og lausna sem tengjast starfsemi okkar. Helstu viðskiptavinir eru í sjávarútvegi, matvælaiðnaði, smásölu, flutningum og í almennum iðnaði.
Hjá KAPP samstæðunni starfa um 90 starfsmenn og erum við með starfsöðvar á eftirfarandi stöðum: Kópavogi, Akranesi, Þorlákshöfn, Grundarfirði og Vestmannaeyjum og Seattle, Bandaríkjunum.

Framleiðslustjóri
KAPP óskar eftir að ráða til framtíðarstarfa Framleiðslustjóra hjá KAPP ehf í Kópavogi.
Í boði eru fjölbreytt og áhugavert starf við fyrsta flokks vinnuaðstæður í nýjum höfuðstöðvum KAPP í Kópavogi. KAPP er tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, vélasmíði, innflutningi og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP framleiðir krapakerfi, forkæla, frysta, sprautusöltunarvélar og ýmsar aðrar lausnir fyrir sjávarútveg og annan iðnað.
Félagið rekur öflugt renni-, stál-, véla-, rafmagns- og kæliverkstæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framleiðslustýring og vinna við framleiðslu á vörum félagsins
- Yfirumsjón og verkefnastýring framleiðslu
- Verkstjórn framleiðslumanna, samsetningu, smíði og rennismíði
- Tryggja afhendingaröryggi, gæði og afhendingartíma
- Yfirumsjá með innkaupum búnaðar tengdri framleiðslu
- Rýni á tæknigögnum, sjá um uppfærslur á hönnunargögnum og CE vottanir
- Stuðningur við þjónustudeild fyrirtækissins og varahlutapantanir sem snúa að framleiðsluvörum
- Bera saman prófunarniðurstöður við hönnunarforskriftir og við prófunarmarkmið
- Umbætur er snýa að framleiðslu og framleiðslustýringu
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við Þróunarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð tölvufærni í almennum hugbúnaði, excel, word, office.
- Reynsla af framleiðslustjórnun eða verkefnastýringu í tækiiðnaði er skilyrði
- Haldgóð reynsla af kælibúnaði kostur en ekki skilyrði
- Góð þjónustulund og jákvæðni
- Frumkvæði og geta unnið sjálfstætt
- Góð íslensku og ensku kunnátta
- Geta unnið undir álagi og stýrt flóknum verkefnum
- Þekking og reynsla af Asana er kostur, en ekki skilyrði
Advertisement published3. September 2025
Application deadline16. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Turnahvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags