
Embla Medical | Össur
Embla Medical (Össur) var stofnað á Íslandi árið 1971 og er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana.
Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 36 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.

Framleiðslustarf í Silicone deild - Dagvakt
Langar þig að vera hluti af sterkri liðsheild innan stærstu framleiðslueiningar Össurar?
Við leitum að liðsauka við framleiðslu á hágæða sílíkonhulsum fyrir viðskiptavini okkar um allan heim. Framleiðslan okkar er spennandi umhverfi þar sem framþróun er í hávegum höfð. Lögð er áhersla á öruggt vinnuumhverfi, stöðugar umbætur og starfsfólki gefið tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfið.
Vinnutíminn er frá 7-15 eða 8-16 alla virka daga og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Við hvetjum fólk til að sækja um óháð kyni og uppruna.
20 ára aldurstakmark (2005 gildir).
Menntunar- og hæfniskröfur
- Eiga gott með að vinna í teymi og sjálfstætt
- Jákvæðni
- Heiðarleiki
- Stundvísi
- Drifkraftur og röggsemi
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Hjólageymsla
- Mötuneyti
- Sturtuaðstaða
Advertisement published8. September 2025
Application deadline23. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyPositivityPunctual
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)

Production employee
Eldum rétt

Starfsmaður í framleiðslu óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf

Vaktstjóri í pökkunardeild/Shift manager
Coripharma ehf.

Liðsfélagi í suðu
Marel

Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Lýsi

Aðstoðarmaður bakara óskast sem fyrst.
Björnsbakarí

Starfsfólk í stóriðju á Reyðarfirði
VHE

Starfsfólk í verksmiðju
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk

Uppsetningarmaður í skiltagerð
Xprent- hönnun og merkingar ehf

Starf í framleiðslueldhúsi
Kjötkompaní ehf.

Starfsmaður í verksmiðju
Góa-Linda sælgætisgerð

Innréttingasmiður / Starfsmaður á innréttingaverkstæði
Björninn