Píeta samtökin
Píeta samtökin

Framkvæmdastjóri

Píeta samtökin óska eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan leiðtoga í starf framkvæmdastjóra. Leitað er að framsæknum einstaklingi með sterkt tengslanet þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri samtakanna og mannauðsmálum
  • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim
  • Umsjón með fjáröflun og gerð styrkjaumsókna
  • Gerð samstarfssamninga
  • Samskipti við fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld
  • Samskipti við stjórn og undirbúningur stjórnarfunda

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og mannauðsmálum er nauðsynleg
  • Þekking á störfum félagasamtaka er kostur
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni og góð yfirsýn
  • Þekking eða áhugi á málaflokknum eða tengdum málefnum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Um Píeta

Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 og veita fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Samtökin vinna einnig að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Samtökin vilja vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi. Nánari upplýsingar má finna á pieta.is.

Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.

Advertisement published10. October 2025
Application deadline27. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Laugavegur 13, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.DrivePathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Ambition
Professions
Job Tags