
ELKO
ELKO er dótturfélag FESTI sem rekur N1, Krónuna, Lyfju, Bakkann vöruhótel og Yrki sem á og rekur fasteignir samstæðunnar. Hjá ELKO starfa 270 manns og rekur félagið 5 verslanir og öfluga netverslun og er með skýra stefnu til framtíðar um að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaði. Lögð er mikil áhersla á starfsmannaánægju, sem er mæld mánaðarlega og er með því hæsta sem gerist á smásölumarkaði. Því til stuðnings er ELKO með öflugt velferðarkerfi þar sem starfsmenn geta sótt m.a. þjónustu sálfræðinga, heilsufarsskoðanir, líkamsræktarstyrk o.fl. Starfsfólk er einnig með afsláttarkjör í ELKO, Krónunni, Lyfju og N1. ELKO er handhafi besta vörumerki vinnustaða hjá Brandr.
ELKO leggur mikið uppúr góðri þjálfun og nýliðamóttöku og hlaut ELKO menntaverðlaun atvinnulífsins árið 2024. ELKO leggur mikið uppúr jafnrétti og er og handahafi viðurkenningar jafnvægisvogar FKA.

Forstöðumaður innkaupa
ELKO leitar að skipulögðum og metnaðarfullum aðila til að stýra innkaupasviði fyrirtækisins. Forstöðumaður ber ábyrgð á teymi sem sinnir birgðastýringu, þróun vöruvals, samningum við birgja, innleiðingu nýrra kerfa og ferla, auk greiningar lykilmælikvarða til að hámarka framlegð og þjónustu við viðskiptavini.
Forstöðumaður innkaupa er lykilaðili í að tryggja að vöruframboð ELKO endurspegli það sem viðskiptavinir okkar sækjast eftir í dag og til framtíðar. Forstöðumaður leiðir öflugt innkaupateymi og vinnur náið með stjórnendum, birgjum, samstarfsaðilum innanlands og erlendis og öðrum félögum Festi. Starfsmaður er hluti af forstöðumannahóp og tekur þátt í stefnumótandi ákvörðunum fyrir félagið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti, val og samningagerð við birgja
- Ábyrgð á birgðahaldi, framlegð, sölu og öðrum lykilmælikvörðum
- Gerð og eftirfylgni söluáætlana
- Stefnumótun, uppbygging og stöðug þróun ferla og verklags innan sviðsins
- Skipulag og eftirfylgni markaðsherferða
- Innleiðing og uppfærsla kerfa
- Þáttaka í sjálfbærniverkefnum
- Skýrslugerð og gagnagreining til að styðja við ákvarðanatöku
- Samstarf við aðrar deildir, verslanir og þjónustuteymi
- Þróun ferla fyrir sviðið
- Forysta og þróun starfsfólks, þar með talið starfsmannasamtöl og stuðningur við dagleg verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af innkaupum, birgðastýringu og samningagerð
- Mjög góð greiningarhæfni og fjármálaskilningur
- Leiðtogahæfni og hæfni til að hvetja teymi
- Skipulagshæfni, nákvæmni og agað vinnulag
- Mjög góð almenn tölvuþekking og reynsla af verkefnastjórnun
- Gott vald á íslensku og ensku, rituðu og töluðu máli
- Háskólamenntun
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking á markaði og neytendahegðun er æskileg
Advertisement published18. August 2025
Application deadline27. August 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags