

Forritari hjá Aurbjörgu
Aurbjörg leitar að hæfileikaríkum og áreiðanlegum forritara með brennandi áhuga á nýjustu tækni og hugmyndafræði til að hanna og smíða traustan og notendavænan hugbúnað fyrir lausn félagsins (https://www.aurbjorg.is). Um er að ræða framendaforritun en það væri frábært ef aðilinn væri fær um bæði framenda og bakenda forritun.
Við leitum að forritara sem er
-
sérlega lausnamiðaður
-
hefur metnað til að taka þátt í og drífa áfram vöruþróun og verkefni
-
hefur áhuga á að umbreyta fjárhagi einstaklinga og heimila til hins betra og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.
Bakendinn er byggður upp af mörgum þjónustum sem hýstar eru í Kubernetes klasa. Framendinn styðst annarsvegar við Next.js (opinn vefur) og svo React Vite (innri vefur).
Hönnun kerfisins tekur mið af því að hægt sé að gera breytingar á virkni og bæta við nýju viðmóti/þjónustum með lítilli fyrirhöfn.
Tæknistakkur:
-
Kubernetes
-
Docker
-
Flux CD (GitOps/DevOps)
-
Dapr
-
.NET 8
-
C#
-
Microsoft Azure
Framendinn, tæknistakkur:
-
NextJs
-
React
-
Typescript
-
Vite
-
TanStack Query
-
Tailwind
-
React Native
-
Expo
Þú munt starfa í teymi sem stýrt er af framkvæmdastjóra og samanstendur af framendaforriturum, bakendaforriturum, hönnuði, fjármálaverkfræðing, þjónustufulltrúa, vöruþróunarstjóra og viðskiptaþróunarstjóra.
-
Mótun og þróun núverandi og nýrra lausna Aurbjargar
-
Þátttaka í þróunarteymi
-
Leiðandi hlutverk og ábyrgð á framenda vörunnar
-
B.Sc. í Tölvunarfræði, Hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegri menntun
-
Þekking á sviðum tæknistakksins
-
A.m.k. 5 ára reynsla af hugbúnaðarþróun
-
Frumkvæði, áreiðanleiki og drifkraftur
-
Geta til að vinna í teymi og jákvætt og lausnamiðað viðhorf











