

Fjármálastjóri
Ísorka er á spennandi vegferð og óskar eftir drífandi leiðtoga í starf fjármálastjóra.
Fjármálastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og ber ábyrgð á daglegum fjármálarekstri ásamt því að taka virkan þátt í stefnumótun félagsins.
Öllum umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k.
-
Reikningshald og uppgjör
-
Fjárhags og rekstraráætlun í samstarfi við framkvæmdastjóra
-
Tekjustýring
-
Skýrslugerð og greiningar
-
Innkaup og umsjón með ábyrgðum vegna búnaðar sem keyptur er erlendis frá
-
Styrkumsóknir og umsýsla vegna þeirra
- Samskipti við innlenda og erlenda birgja
-
Samskipti við bókara og endurskoðendur
- Önnur tilfallandi verkefni
-
Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum
-
Reynsla af fjármálastjórnun
-
Reynsla af notkun bókhalds- og fjárhagsupplýsingakerfa (þekking á MBC er kostur)
-
Hæfni í greiningu fjárhagsupplýsinga og framsetningu gagna
-
Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og lausnamiðað hugarfar
-
Góð íslensku og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli












