Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsráðgjafi í virkni og ráðgjöf í Austurmiðstöð

Austurmiðstöð auglýsir lausa stöðu félagsráðgjafa í deild virkni og ráðgjafar. Um er að ræða tímabundna stöðu í 100% starfshlutfalli í 12 mánuði.

Austurmiðstöð leitar að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi í starf félagsráðgjafa í deild virkni og ráðgjafar. Starfið krefst þekkingar á almennri félags- og velferðarþjónustu. Starfið er bæði fjölbreytt og krefjandi, þar sem reynir á margvíslega eiginleika svo sem menningarnæmni og áfallamiðaða nálgun, lausnamiðaða hugsun og jákvæðni. Félagsráðgjafi mun einna helst sinna félagslegri ráðgjöf, virknimálum og öðrum verkefnum sem snúa að þjónustu við borgarbúa.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31. desember 2025 og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Austurmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu í hverfi borgarinnar og þverfaglegu samstarfi í hverfi og milli hverfa. Í boði er vinna með metnaðarfullum hópi annarra fagmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita félagslega ráðgjöf til einstaklinga m.a. vegna félagslegra aðstæðna, virkni, atvinnuleysis, óvinnufærni, vímuefnamála og fjölmenningar.
  • Greining á þjónustuþörf og ráðgjöf m.a. varðandi fjárhagsaðstoð, húsnæðismál og þeirrar þjónustu og stuðningsúrræða sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg og öðrum.
  • Sinna verkefnum sem taka til almennrar félags- og velferðaþjónustu auk þróunar á þjónustu.
  • Taka þátt í þverfaglegu samstarfi innan og utan Austurmiðstöðvar.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
  • Þekking og reynsla í vinnslu og meðferð mála með einstaklinga æskileg.
  • Þekking og reynsla af sviði velferðarþjónustu.
  • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Áhugi á teymisvinnu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Góð enskukunnátta og/eða önnur tungumál er kostur.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort hjá Reykjavíkurborg
  • Menningarkort hjá Reykjavíkurborg
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • 36 stunda vinnuvika
Advertisement published14. November 2024
Application deadline28. November 2024
Language skills
No specific language requirements
Location
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags