

Félagsráðgjafi í barnateymi velferðarþjónustu Árborgar
Við erum að leita eftir áhugasömum og jákvæðum einstakling til að taka þátt í mikilvægum verkefnum innan barnateymis velferðarþjónustunnar. Í sveitarfélaginu Árborg, þar sem búa rúmlega 12 þúsund manns, er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf og framsækið starf í velferðar-, frístunda- og skólaþjónustu. Fjölskyldusvið sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa Árborgar með snemmtækan stuðning og farsæld barna að leiðarljósi.
Um er að ræða 100% starf sem er laust nú þegar og til 31.05.26
Starfið felur í sér að veita upplýsingar um þjónustu og veita öfluga ráðgjöf til forráðamanna í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. nr. 86/2021. Áhersla er lögð á snemmtæka íhlutun, samþætta þjónustu og þverfaglegt samstarf við önnur fagsvið og stofnanir.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
-
Uppeldis- og foreldraráðgjöf, veitt í viðtölum og á heimilum fólks.
-
Ráðgjöf og stuðningur við fjölskyldur.
-
Málastjórn samþættrar þjónustu og ráðgjöf samkvæmt farsældarlögum.
-
Mat á þörf fyrir þjónustu, úrræði og gerð þjónustu- og stuðningsáætlana.
-
Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu innan og utan sveitarfélags.
-
Reglubundin eftirfylgd og mat á árangri þjónustu.
-
Móttaka, greining og úrvinnsla erinda og umsókna.
-
Skýrslugerð og skráning.
-
Masterspróf í félagsráðgjöf
-
Þekking og reynsla af vinnu með barnafjölskyldum innan opinberrar þjónustu er mikill kostur
-
Góð samskiptahæfni, frumkvæði og hæfni til sjálfstæðrar vinnu.
-
Reynsla af teymisvinnu og samþættri þjónustu er mikill kostur.
-
Þekking á lögum og reglugerðum sem tengjast starfssviði velferðarþjónustu
-
Færni í skráningu, greiningarvinnu og tölvukerfum opinberrar stjórnsýslu.








