BIOEFFECT ehf.
BIOEFFECT ehf.
BIOEFFECT ehf.

Efnis- og textagerð.

BIOEFFECT leitar að öflugum starfsmanni í textagerð. Viðkomandi þarf að vera jafnvígur í íslensku- og ensku. Starfið felst í margvíslegum textaverkefnum á fjölbreyttum miðlum fyrirtækisins og að sjá til þess að tónninn sé faglegur, áhugaverður og skemmtilegur og í takt við vörumerkið. Starfsmaður tilheyrir markaðsdeild félagsins og starfinu geta því fylgt þátttaka í óvæntum og fjölbreyttum verkefnum. Æskilegt er viðkomandi hafi áhuga á húðumhirðu og húðvöru.

BIOEFFECT eru margverðlaunaðar íslenskar húðvörur sem byggja á íslensku hugviti, vísindum og virkni. Sérstaða vörulínunnar er virka innihaldsefnið, BIOEFFECT EGF, sem framleitt er með aðferðum plöntu-líftækni í gróðurhúsi ORF Líftækni á Íslandi. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og því gegnir íslenska vatnið einnig lykilhlutverki í hreinleika varanna. BIOEFFECT húðvörurnar eru seldar um allan heim, í 21 landi og hafa hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir gæði og virkni. Alls starfa um 55 starfsmenn hjá félaginu, flestir á Íslandi en BIOEFFECT er einnig með starfsstöðvar í London og New York.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Textagerð fyrir BIOEFFECT, s.s. netpóstar, blogg, vörur, umbúðir, bæklingar, auglýsingar, samfélagsmiðlar, þjálfunarefni o.s.frv.
  • Ábyrgð á tón vörumerkisins í samstarfi við markaðsstjóra
  • Prófarkalestur á íslensku og ensku efni
  • Hugmyndavinna fyrir markaðsefni
  • Þátttaka í leitarvélabestun (SEO)
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í rituðu máli er skilyrði
  • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Góð teymisvinna og jákvæðni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir samstarfshæfileikar
  • Reynsla af sambærilegu starfi mikill kostur
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur fyrir vistvænar samgöngur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Góður starfsandi og líflegt starfsumhverfi
  • Öflugt starfsmannafélag
Advertisement published16. October 2024
Application deadline31. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicExpert
EnglishEnglishExpert
Location
Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Content writing
Professions
Job Tags