Veitur
Veitur
Veitur

Dreymir þig um að stýra vef?

Við leitum að sérfræðingi í þróun og rekstri vefsins okkar

Veitur leita að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að leiða þróun og daglegan rekstur á vefnum okkar Veitur.is. Hlutverkið er lykilþáttur í að tryggja framúrskarandi upplifun viðskiptavina okkar þar sem þarfir þeirra eru í fyrirrúmi.

Viðkomandi mun vinna þvert á fyrirtækið og þarf að búa yfir frumkvæði, kunnáttu í stafrænum lausnum, framúrskarandi samskiptahæfni og vera fær um að drífa verkefni áfram. Fyrst og fremst leitum við að framsýnum einstaklingi sem skilur þarfir viðskiptavina okkar.

Ert þú með brennandi áhuga á vefmálum?

Við leggjum mikla áherslu á að vera í góðu samtali við okkar viðskiptavini og viljum bæta þjónustuna enn frekar á vefnum. Viðkomandi mun bera ábyrgð á þróun á vefnum okkar Veitur.is og þarf að hafa reynslu og góðan skilning á vefumsjónarkerfum, vefþjónustum, aðgangsmálum, leitarvélabestun og öðrum þáttum sem einkenna góða vefi.

Önnur verkefni eru meðal annars regluleg samskipti við helstu hagaðila innan fyrirtækisins sem og helstu birgja, vefstofur, verktaka og hönnuði. Því er góð samskiptafærni lykilforsenda árangurs í þessu starfi.

Ef þú hefur brennandi áhuga á að hanna með okkur framúrskarandi þjónustuupplifun á vefnum okkar og vilt vinna á metnaðarfullum og skemmtilegum vinnustað þá erum við að leita að þér!

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Brynja Ragnarsdóttir, forstöðukona Þjónustu hjá Veitum, brynja.ragnarsdottir@veitur.is.

Hvers vegna Veitur?

Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.

Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.

Advertisement published14. November 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Website management
Work environment
Professions
Job Tags