Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Deildastjóri skammtímavistunar og búsetuþjónustu

Deildastjóri ber ábyrgð á faglegu starfi skammtímavistunar barna í Fjarðabyggð. Hann ber ábyrgð á því að börn sem dvelja í skammtímavistun fái faglega og persónubundna þjónustu með gerð verkreglna og einstaklingsáætlana. Hann vinnur þessar reglur með forráðamönnum barnanna og kynnir þær fyrir starfsmönnum og leiðbeinir þeim í starfi. Hann heldur uppi góðum tengslum við þjónustuþega, aðstandendur, starfsmenn og aðra aðila eins og þörf er á.

Deildarstjóri vinnur ásamt forstöðumanni að einstaklingsáætlunum, skipulagi og öðru faglegu starfi fyrir fullorðna íbúa búsetukjarnans.

Deildastjóri er staðgengill forstöðumanns og aðstoðar því við mannaforráð, þar á meðal gerð vaktplana.

Deildastjóri skammtímavistunar vinnur í dagvinnu og mun hafa skrifstofu á Reyðafirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur starfsemi skammtímavistunar barna í Fjarðabyggð.
  • Hann ber ábyrgð á því að dvöl barna í skammtímavistun taki mið af þörfum þeirra jafnt líkamlegum, andlegum sem og félagslegum þörfum.
  • Hann sér til þess að öll börn sem dvelja í skammtímavistun hafi einstaklingsmiðaða þjónustu áætlun þar sem fram koma öll helstu atriði sem lúta að umönnun, samskiptum, virkni úrræðum og áhugamálum.
  • Hann sér til þess að starfsmenn hafi þá þjálfun og þær upplýsingar sem þörf er á til að sinna þeim börnum sem dvelja í skammtímavistun á sem bestan hátt.
  • Hefur umsjá og ábyrgð á að starfsmenn fylgi viðurkenndu verklagi og þjónustuáætlunum ásamt forstöðumanni.
  • Leiðbeinir starfsmönnum við að veita notendum einstaklingsmiðaðan persónulegan stuðning í daglegu lífi.
  • Leitast við að viðhalda og auka þekkingu sína með því að tileinka sér nýjungar í samræmi við ábyrgðar- og málasvið.
  • Er málsstjóri barna í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
  • Deildarstjóri aðstoðar við faglegt starf og skipulag íbúa búsetukjarnans.
  • Deildarstjóri er staðgengill forstöðumanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda og reynslu sem nýtist í starfi er æskilegt.
  • Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára.
  • Hreint sakavottorð.
  • Þörf er á staðgóðri þekkingu á uppeldi og umönnun barna og hafa færni til að veita þjónustu á grundvelli leiðbeininga sérfræðinga.
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks og áhugi á að afla sér meiri þekkingar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Deildastjóri þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt framtakssemi í starfi.
  • Mikilvægt er að umsækjandi tali, skrifi og skilji íslensku.
Advertisement published16. May 2025
Application deadline29. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags