Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga
Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga

Deildarstjóri á meðferðardeild Stuðla

Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með unglingum? Barna- og fjölskyldustofa leitar að framsæknum leiðtoga í stöðu deildarstjóra á meðferðardeild Stuðla. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á málefnum barna og ungmenna. Starfið heyrir undir forstöðumann Stuðla. Um er að ræða 100% stöðu í dagvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á starfsemi og stjórnun deildar í samstarfi við forstöðumann.

  • Halda utan um daglegt og faglegt starf

  • Þátttaka í innleiðingu gagnreyndar aðferða í meðferðarstarfi í samstarfi við meðferðarteymi Barna- og fjölskyldustofu.

  • Ábyrgð á að framfylgja meðferðaráætlun og hafa yfirsýn yfir stöðu skjólstæðinga og meðferðarmarkmiðum þeirra.

  • Samskipti við samstarfsaðila og forsjáraðila barna á heimilinu.

  • Stuðningur við starfsfólk, skipulag vakta og umsjón með tímaskráningarkerfi.

  • Þátttaka í stefnumótun innan meðferðarsviðs stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • BA/BS próf sem nýtist í starfi.

  • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi kostur.

  • Reynsla af störfum með unglingum með alvarlegan hegðunarvanda og/eða vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra.

  • Reynsla af skipulagningu vaktavinnu og tímaskráningarkerfi kostur.

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

  • Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum.

  • Góð íslensku og ensku kunnátta í mæltu og rituðu máli, önnur tungumálakunnátta er kostur.

Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur

 

Advertisement published17. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Fossaleynir 17, 112 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags