Útilíf
Útilíf
Útilíf

Bílstjóri/lagerstarf

Við leitum að kraftmiklum einstakling í starf bílstjóra/lagerstarfsmanns.

Útilíf á sér stað í hjarta margra Íslendinga þar sem verslunin hefur verið hluti af áhugamálum og lífsstíl landsmanna í 50 ár. Útilíf rekur tvær íþróttaverslanir í Kringlunni og Smáralindinni ásamt útivistarverslun í Skeifunni 11 og útsölumarkaði í Faxafeni 12. Þá rekur Útilíf einnig The North Face á Hafnartorgi.

Útilíf er áfangastaður, þar er gott að vera og versla – en er á sama tíma upphaf ævintýra og minninga. Við hvetjum fólk til að fara lengra og stefna að heilbrigðari sál í hraustum líkama, í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvert sem markmiðið, áskorunin, íþróttin eða ferðalagið er, þá býður Útilíf upp á búnaðinn og ráðgjöfina til að komast lengra. Við tökum viðskiptavini okkar áfram, erum hvetjandi og hugsum heildstætt um þeirra þarfir og markmið.

Útilíf leggur áherslu á að vera skemmtilegur og metnaðarfullur vinnustaður sem stuðlar að vexti og ánægju starfsmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Akstur milli vöruhúss og verslana Útilífs.
  • Aðstoð við móttöku og útdeilingu á vörum.
  • Vinna við lagerstörf, þar á meðal að taka til pantanir, flokka og merkja vörur.
  • Tryggja örugga og skilvirka meðhöndlun á vörum.
  • Veita stuðning við önnur störf tengd lager og vöruflutningum eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði.
  • Reynsla af akstri og lagerstörfum er mikill kostur.
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
  • Gott skipulag og stundvísi.
Fríðindi í starfi

Fríðindi og afsláttur af vörum.

Advertisement published20. February 2025
Application deadline9. March 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Skútuvogur 11, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Stockroom workPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Non smokerPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Cargo transportationPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags