Björgun-Sement
Björgun-Sement
Björgun-Sement

Bílstjóri

Björgun-Sement óskar eftir að ráða bílstjóra í margvísleg sendlastörf. Starfið felur í sér akstur með sendingar og að sækja vörur og varning fyrir starfsstöðvar fyrirtækisins í Álfsnesvík og á Akranesi.

Starfið felur jafnframt í sér tilfallandi verkefni sem styðja við daglegan rekstur. Bílstjóri ber ábyrgð á að sendingar berist á réttum tíma og á réttan stað og stuðlar að góðum samskiptum milli starfsstöðva, starfsfólks og samstarfsaðila.

Um er að ræða fullt starf til framtíðar með skilgreindan vinnutíma frá kl. 08:00–16:00 alla virka daga.

Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem allra fyrst. Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og er umsóknarfrestur til og með 12. janúar.

---

Hjá Björgun-Sement starfar samheldinn hópur þar sem öryggi, fagmennska og góð vinnuaðstaða eru í fyrirrúmi. Í fyrirtækinu eru framleidd hágæða steinefni fyrir metnaðarfulla viðskiptavini og mikil áhersla er lögð á áreiðanleika, gæði og góða þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afhenda og sækja sendingar, vörur og önnur gögn.
  • Tryggja rétta afhendingu og móttöku í samræmi við verklagsreglur.
  • Samskipti við starfsfólk og samstarfsaðila vegna afhendinga.
  • Skila verkefnum innan tilskilins tíma.
  • Stuðla að góðum samskiptum og faglegri þjónustu.
  • Aðstoða við önnur tilfallandi verkefni á starfsstöðvum t.d. tiltekt og frágang.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bílpróf (B)
  • Gott skipulag og áreiðanleiki í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni og þjónustulund.
  • Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt.
  • Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Advertisement published23. December 2025
Application deadline12. January 2026
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Optional
Advanced
Location
Víðinesvegur 22 | Álfsnesvík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReliabilityPathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Independence
Work environment
Professions
Job Tags