Atlantik
Atlantik
Atlantik

Atlantik leitar að öflugu sumarstarfsfólki

Við hjá Atlantik erum að leita að skipulögðum og þjónustulunduðum einstaklingum sem vilja taka þátt í spennandi verkefnum í ferðabransanum í sumar.

Starfið felst í því að aðstoða verkefnastjóra við undirbúning og skipulagningu ferða og verkefna. Starfið fer fram á skrifstofu Atlantik, en jafnframt felst í því að taka á móti hópum, veita aðstoð á bryggju við skipakomur og sjá um hópa og skipulagningu á afþreyingu meðan þeir dvelja á Íslandi.

Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf sem hentar sérstaklega vel námsmönnum – frábært tækifæri til að öðlast dýrmæta reynslu í ferðabransanum. Vegna eðlis starfsins gefst oft tækifæri til yfirvinnu. Æskilegt er að viðkomandi hafi sveigjanleika og sé reiðubúinn að sinna yfirvinnu þegar þörf krefur. Ef vel gengur og verkefnastaða leyfir, er möguleiki á áframhaldandi starfi í framtíðinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við bókanir og úrvinnslu ferða
  • Umsjón með gögnum og fjölbreytt verkefni i skipulagi ferða
  • Framkvæmd og stuðningur við ferðir á Íslandi fyrir farþega skemmtiferðaskipa og hvataferðahópa
  • Samskipti og samvinna við innlenda birgja og erlenda samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi enskukunnátta (íslenska og önnur tungumál kostur)
  • Rík þjónustulund, sveigjanleiki og geta til að vinna á álagstímum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Nákvæmni og skipulagshæfileikar
  • Bílpróf og bíll til umráða er kostur
Fríðindi í starfi
  • Faglegt, hlýlegt og samheldið teymi
  • Tækifæri til að styrkja tengslanetið og kynnast nýju fólki
  • Fjölbreytt og lærdómsrík verkefni
  • Lifandi alþjóðlegt starfsumhverfi
  • Tækifæri til að þróa hæfni og vaxa í starfi
  • Öflugt félagslíf og reglulegir viðburðir
Advertisement published19. January 2026
Application deadline1. March 2026
Language skills
EnglishEnglish
Optional
Advanced
Location
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReliabilityPathCreated with Sketch.AdaptabilityPathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HonestyPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Flexibility
Professions
Job Tags