Húsasmiðjan
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan

Akranes: leitum að sölufulltrúa í málninga- og árstíðadeild

Við leitum að söludrifnum einstaklingi til þess að bætast í hóp öflugra starfsmanna í málningardeild og árstíðadeild Húsasmiðjunnar á Akranesi.
Um er að ræða fjölbreytt verkefni í skemmtilegu starfsumhverfi þar sem reynir á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og gott skipulag. Lögð er rík áhersla á jákvætt hugarfar og metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu.
Um er að ræða framtíðarstarf og 100% starfshlutfall í málningardeild og árstíðadeild
Helstu verkefni:
  • Sala, ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
  • Afgreiðsla pantana
  • Umsjón með deildarpöntunum og móttöku
  • Almenn umhirða verslunar
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla sem nýtist í starfi - iðnmenntun kostur
  • Áhugi á hönnun kostur
  • Reynsla af sölustörfum kostur
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni
  • Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
  • Gott vald á íslensku
  • Almenn tölvukunnátta
  •  
Fríðindi í starfi
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla
  • Aðgangur að orlofshúsum
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar
Advertisement published13. March 2025
Application deadline13. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Esjubraut 47, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags