
Lífland ehf.
Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt.
Þungamiðjan í starfi okkar er þó ekki síst mannrækt í víðustu merkingu þess orðs. Íslendingar hafa sterka þörf fyrir að komast í snertingu við uppruna sinn og náttúru landsins.
Það gildir einu hver klæðist stígvélunum - stoltur bóndi, frískleg hestakona eða fjölskyldufaðir í sumarhúsi - þau vita hvar þau standa. Lífland gefur þeim þessa jarðtengingu.
Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og tengist hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi, útivist og þjónustu við matvælaiðnaðinn.
Hlutverk Líflands er að bæta árangur viðskiptavina sinna. Við viljum sjá fyrir breytingar á þörfum okkar viðskiptavina og bjóða áhugaverðustu lausnirnar fyrir þá á hverjum tíma fyrir sig.
Lífland rekur tvær verksmiðjur, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar kornmyllu í Korngörðum í Reykjavík ásamt því að reka Nesbúegg. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi, Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi, Reykjavík, Borgarbraut Borgarnesi, Grímseyjargötu Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli, Efstubraut Blönduósi og Austurvegi Selfossi.

Aðstoðarverslunarstjóri Reykjavík
Lífland óskar eftir að ráða aðstoðarverslunarstjóra í verslun að Lynghálsi Reykjavík.
Starfslýsing:
Afleysing og aðstoð verslunarstjóra m.a. við:
Daglega stjórnun, birgðahald og uppgjör.
Innkaup og sölu.
Almenn verslunarstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun í viðskiptafræði eða verslunarstjórnun er kostur.
Reynsla af verslunarstörfum æskileg.
Góð þekking á reið- og búvörum.
Góð almenn tölvuþekking og þekking á Business Central er kostur.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar veitir Rannveig Hrólfsdóttir, mannauðsstjóri, [email protected]
Advertisement published5. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Lyngháls 3, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Verkstæðismóttaka
KvikkFix

Superstar @ Keflavik Airport
Rammagerðin

Store Manager KEF-Airport
Rammagerðin Reykjavík

A4 Akureyri - Sölufulltrúi
A4

Þjónustufulltrúi í þjónustuver
IKEA

Móttaka á þjónustuverkstæði - Bílaumboð Suzuki og Vatt
Suzuki og Vatt - Bílaumboð

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Ford á Íslandi | Brimborg

Aðstoðarverslunarstjóri - BYKO Akureyri
Byko

Starfsmaður í hreinlætistækjadeild - BYKO Breidd
Byko

Shift Manager / Vaktstjóri
Lotus Car Rental ehf.

Kúnígúnd og Ibúðin
Kúnígúnd

Afgreiðsla í verslun - hlutastarf. Vinnutími 09:30-15:30 alla virka daga. Óskum eftir að ráða
Next