

Aðstoðarleikskólastjóri
Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf aðstoðarleikskólastjóra, sem einnig hefur umsjón með sérkennslu/stoðþjónustu leikskólans. Sólvellir er þriggja deilda leikskóli fyrir yngsta fólkið okkar; börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræðum. Leikskólinn vinnur markvisst að uppbyggingu innra starfs, stjórnun og mótun skólanámskrár og eftir nýsamþykktri menntastefnu Grundarfjarðarbæjar með skýrum viðmiðum um gæði skólastarfs.
Um er að ræða nýja samsetningu starfs og því kjörið tækifæri fyrir skapandi einstakling til að þróa starfið í takt við þarfir leikskólans og í nánu samstarfi við starfsfólk. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.
Um sveigjanlegt starfshlutfall er að ræða á bilinu 80%-100%.
Ráðið er í starfið frá og með 14. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi.
- Vinnur náið með leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á daglegri stjórnun og rekstri, þróun leikskólastarfs og faglegu starfi leikskólans.
- Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
- Tryggir að unnið sé eftir lögum, aðalnámskrá leikskóla, menntastefnu sveitarfélagsins og skólanámskrá leikskólans, auk þess að sjá til þess að áætlanir séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
- Ber faglega ábyrgð á sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu, veitir ráðgjöf til starfsmanna og stýrir skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í samstarfi við leikskólastjóra.
- Er tengiliður farsældar og samþættrar þjónustu við börn og hefur náið samstarf við þá sérfræðinga sem tengjast leikskólanum.
- Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu, auk starfsmannafunda og annarra funda er varða starfsemi leikskólans.
- Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra, en mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum.
- Sinnir öðrum verkefnum er varða stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og í sérkennslufræðum er kostur.
- Reynsla af stjórnun, uppeldis- og kennslustörfum æskileg.
- Þekking og reynsla á leikskólastigi æskileg.
- Áhugi á fræðslu og farsæld barna.
- Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Forsenda ráðningar er hreint sakavottorð skv. 6. gr. laga um leikskóla.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Í dag er enginn biðlisti fyrir börn á Leikskólann Sólvelli, en auk þess geta börn kennara haft forgang til leikskólapláss.

