

Þriðja æviskeiðið með augum jákvæðrar sálfræði
Námskeið fyrir fólk sem er 55 ára og eldra sem vill kynnast verkfærum jákvæðrar sálfræði og nota þau til að efla forvitni, lífsþrótt og sjá sjálft sig í nýju ljósi.
Þriðja æviskeiðið er tími þar sem margir staldra við, endurmeta forgangsröðun og skapa nýja merkingu í lífinu. Rannsóknir sýna að þetta tímabil einkennist af aukinni visku, dýpri félagslegum tengslum og sterkari löngun til að lifa í samræmi við eigin gildi. Þess vegna eru verkfæri jákvæðrar sálfræði einstaklega vel til þess fallin að styðja fólk á þessum áfanga.
Þetta námskeið er byggt á vinsælu námskeiði sem kennt er við Yale-háskóla, The Science of Well-Being.
Markmið námskeiðsins
Að fá sem mest út úr þessu lífsskeiði – með því að:
- staldra við og taka eftir því sem gengur vel
- rækta þakklæti og seiglu
- takast á við það sem er krefjandi af meiri skilningi og styrk
Viðfangsefni námskeiðsins
Við skoðum meðal annars:
- hugarfar og viðhorf til breytinga
- persónulega styrkleika og hvernig þeir nýtast á nýjum kafla
- seiglu og sjálfsumhyggju
- mikilvægi góðverka og tengsla
- tilgang, sátt og merkingu á seinni hluta ævinnar
- hvernig félagsleg tengsl og sjálfsmynd þróast með aldri
- Nýjustu rannsóknir um þriðja æviskeiðið og jákvæða öldrun (positive aging)
Kennari námskeiðisins er Hrefna Guðmundsdóttir, MA í vinnu- og félagssálfræði.
Umsóknarfrestur til 8. febrúar.