Þín leið
Þín leið
Þín leið

Starfsorkan og tíminn þinn

NÁMSKEIÐ TIL AÐ VERJA STARFSORKUNA OG TÍMANN ÞINN.

Þetta er netnámskeið sem hjálpar þér að fara úr því að vera stöðugt undir álagi og í sama hjólfarinu, yfir í að hafa skýra sýn á hvað þú ætlar að gera til að viðhalda og byggja upp þína starfsorku.

HVENÆR:

Námskeiðið er netnámskeið í rauntíma.

Næsta námskeið: 
Mánudagar 17. - 31. mars kl. 16 - 18  

ER NÁMSKEIÐIÐ FYRIR ÞIG?: 

Ef þér finnst:  

  • áreitið á þér endalaust 

  • að tíminn þinn sé sífellt floginn frá þér 

  • þú ekki hafa tíma fyrir þig og mikilvægu hlutina í þínu lífi. 

  • þig vanta meiri starfsorku. 

  • að markmiðin nálgist ekki. 

  • aldrei neinn tími fyrir það sem þig langar að gera 

Ef þig langar að:

  • auka færni í að halda í þinn tíma fyrir þig

  • að halda í og auka starfsorkuna. 

  • hafa meiri tíma, sjálfstraust og sjálfstæði til að móta þitt starf og persónulegt líf eins og þú vilt.

ÞÁ ER ÞETTA NÁMSKEIÐ EITTHVAÐ FYRIR ÞIG. 

---------------------- 

Í LOK ÞESSA NÁMSKEIÐS

  • veistu hvað þú ætlar að gera til að halda orku.

  • veistu nákvæmlega hvað þú vilt setja tímann í 

  • hefurðu verkfæri til að móta vana og rútínu,

  • veistu nákvæmlega hverju þú segir já við, 

  • veistu nákvæmlega hverju þú segir nei við, 

  • veist hvað þú gerir til að falla ekki í gömlu hjólförin

 

LENGD:

Námskeiðið samanstendur af styttri fyrirlestrum og verkefnum sem þú vinnur á meðan á hverjum tíma stendur og eftir hvern tíma.
Námskeiðið stendur í 3 vikur og er í 2 klukkustundir í senn. 

UMSJÓN:

Hrönn Baldursdóttir heldur námskeiðið en hún er reyndur náms- og starfsráðgjafi og býr að mikilli reynslu við að vinna með fólki á ýmsum aldri og sem er að móta stefnu sína á náms- og starfsferli og endurskoða stefnuna.

Hrönn hefur haldið fjölda námskeiða um ákvarðanir og breytingar á náms- og starfsferli, um val á námi og störfum, um námstækni, starfsumsóknir og um að efla hugrekki og þor.

Hefst
17. mars 2025
Tegund
Fjarnám
Tímalengd
3 skipti
Verð
19.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar