

Starfsorkan og tíminn þinn
NÁMSKEIÐ TIL AÐ VERJA STARFSORKUNA OG TÍMANN ÞINN.
Þetta er netnámskeið sem hjálpar þér að fara úr því að vera stöðugt undir álagi og í sama hjólfarinu, yfir í að hafa skýra sýn á hvað þú ætlar að gera til að viðhalda og byggja upp þína starfsorku.
HVENÆR:
Námskeiðið er netnámskeið í rauntíma.
Næsta námskeið:
Mánudagar 17. - 31. mars kl. 16 - 18
ER NÁMSKEIÐIÐ FYRIR ÞIG?:
Ef þér finnst:
-
áreitið á þér endalaust
-
að tíminn þinn sé sífellt floginn frá þér
-
þú ekki hafa tíma fyrir þig og mikilvægu hlutina í þínu lífi.
-
þig vanta meiri starfsorku.
-
að markmiðin nálgist ekki.
-
aldrei neinn tími fyrir það sem þig langar að gera
Ef þig langar að:
-
auka færni í að halda í þinn tíma fyrir þig
-
að halda í og auka starfsorkuna.
-
hafa meiri tíma, sjálfstraust og sjálfstæði til að móta þitt starf og persónulegt líf eins og þú vilt.
ÞÁ ER ÞETTA NÁMSKEIÐ EITTHVAÐ FYRIR ÞIG.
----------------------
Í LOK ÞESSA NÁMSKEIÐS
-
veistu hvað þú ætlar að gera til að halda orku.
-
veistu nákvæmlega hvað þú vilt setja tímann í
-
hefurðu verkfæri til að móta vana og rútínu,
-
veistu nákvæmlega hverju þú segir já við,
-
veistu nákvæmlega hverju þú segir nei við,
-
veist hvað þú gerir til að falla ekki í gömlu hjólförin
LENGD:
Námskeiðið samanstendur af styttri fyrirlestrum og verkefnum sem þú vinnur á meðan á hverjum tíma stendur og eftir hvern tíma.
Námskeiðið stendur í 3 vikur og er í 2 klukkustundir í senn.
UMSJÓN:
Hrönn Baldursdóttir heldur námskeiðið en hún er reyndur náms- og starfsráðgjafi og býr að mikilli reynslu við að vinna með fólki á ýmsum aldri og sem er að móta stefnu sína á náms- og starfsferli og endurskoða stefnuna.
Hrönn hefur haldið fjölda námskeiða um ákvarðanir og breytingar á náms- og starfsferli, um val á námi og störfum, um námstækni, starfsumsóknir og um að efla hugrekki og þor.