Mímir - símenntun
Mímir - símenntun
Mímir - símenntun

Menntastoðir - Staðnám

Menntastoðir staðnám

Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi og er góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám. Eftir útskrift úr Menntastoðum er hægt að sækja um í undirbúningsdeildum háskólanna; Bifröst, HR og Keili eða starfs-, iðn- og tækninám.

Menntastoðir eru kenndar samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og eru 60 einingar á 2.þrepi íslenska hæfnirammans um menntun. Hægt er að meta námið til framhaldsskólaeininga.

Íslenskufærni þarf að vera að lágmarki B2 skv. Evrópska tungumálarammanum.

Boðið er upp á að taka staðnámið á einni eða tveimur önnum.

 

Hvar?

Staðnám er kennt í Mími, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

 

Hvenær dagsins?

Kennt er frá 8:35-15:30 alla virka daga.

Námsgreinar

Menntastoðir eru kenndar samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og eru 60 einingar á 2.þrepi íslenska hæfnirammans.

Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja nám hjá Mími?

Hafðu samband við þitt stéttarfélag eða þinn ráðgjafa og kannaðu málið.

Hefst
19. jan. 2026
Tegund
Staðnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar