Stílvopnið.
Stílvopnið.
Stílvopnið.

Hetjuferðin ritlistarnámskeið (The Hero´s Journey)

Ævintýralegt ritlistarnámskeið

Viltu skrifa sögu sem fær hjartað til að slá hraðar? Eða kafa djúpt í eigið þroskaferðalag? Hetjuferðin er námskeið fyrir öll sem vilja kanna kynngikraft sagnaritunar – hvort heldur sem er í lifuðum eða skálduðum veruleika. 

Með hjálp ævafornrar frásagnaraðferðar takast hetjan og höfundurinn á við þroskaverkefni lífs síns, sigrast á hindrunum og koma umbreytt tilbaka úr ögrandi hetjuferð sinni.

Námskeiðið sækir fólk á öllum aldri sem skrifar ólíkar hetjuferðir, bæði hvað varðar innihald og efnistök, en margbreytileikinn dýpkar upplifun allra af ferðalaginu. Þótt verið sé að kynna ævaforna frásagnarlíkan sem stundum er kallað frumgoðsagan (monomyth) verða skrifin engar klisjur heldur er ,,eitthvað nýtt og óvænt alltaf um það bil að fara að gerast" eins og þátttakendur segja gjarnan í umsögnum um Hetjuferðina.

Björg Árnadóttir kennir námskeiðið. Hún tók þátt í tveggja ára, sex þjóða Evrópuverkefni um aðferðina þar sem hún sótti meðal annars tvisvar sjö daga Hetjuferðarþjálfunarbúðir. Hún kann því efnið😀

Hefst
27. feb. 2025
Tegund
Staðnám
Tímalengd
4 skipti
Verð
64.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar