Mímir - símenntun
Mímir - símenntun
Mímir - símenntun

Care Assistant Workshop and Icelandic lev. 3 (A.2)

Care Assistant Workshop and Icelandic level 3 (A.2) / Umönnunarsmiðja og íslenska 3 [upplýsingar á íslensku fyrir neðan]

Are you interested in working as a care assistant but lack Icelandic skills? Then this course is for you! Care Assistant Workshop and Icelandic 3 is specially designed for those who want to work in care but need a better foundation in Icelandic to be able to do the job effectively.

Objectives

The course consists of diverse learning modules aimed at strengthening participants' Icelandic language skills and providing the necessary knowledge and skills for care work.

  • Icelandic language studies with an emphasis on job related vocabulary used in care work.
  • Insight into work practices and culture in care work in Iceland.
  • Creative workshops focusing on the use of music, yoga/exercise, art activities, and using technology in care work.
  • Practical skills applicable in the job, such as correct body postures and procedures in care work.
  • Field study, where students actively participate in care work for a total of 4 days.

Admission Requirements

Students must have completed Icelandic 2 or have equivalent Icelandic language skill (level A.2 according to the CEFR). Students must take a placement test at Mímir before applying for the course. The placement test needs to be booked with the project manager.

Teaching Locations

Classes are held at Mímir, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, and on the job training at workplaces in collaboration with Mímir.

 

------------------

Umönnunarsmiðja og íslenska – stig 3 (A.2)

Hefur þú áhuga á að vinna við umönnun en vantar færni í íslensku? Þá er þetta námskeið fyrir þig! Umönnunarsmiðja og íslenska 3 er sérstaklega hannað fyrir þá sem langar til að vinna við umönnun en þurfa betri grunn í íslensku til að geta sinnt starfinu á árangursríkan hátt.

Markmið

Námskeiðið samanstendur af fjölbreyttum námsþáttum sem miða að því að styrkja íslenskukunnáttu þátttakenda og veita nauðsynlega þekkingu og færni í umönnunarstörfum.

  • Íslenskunám með áherslu á orðaforða í umönnunarstörfum.
  • Innsýn í starfshætti og menningu í umönnunarstörfum á Íslandi.
  • Skapandi vinnustofur þar sem lögð er áhersla á notkun tónlistar, heilsueflingar, listastarfs og notkun tækni í starfi.
  • Hagnýt færni sem nýtist í starfi, s.s. líkamsbeiting og verklag í umönnun.
  • Vettvangsnám þar sem nemendur taka virkan þátt í starfi við umönnun, samtals 4 dagar.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið íslensku 2 eða vera með færni í íslensku í samræmi við það (stig A.2 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum). Nemendur þurfa að taka stöðupróf hjá okkur áður en sótt er um námskeiðið. Stöðupróf skal bóka hjá verkefnastjóra.

Kennslustaðir:

Kennt í Mími símenntun, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík og starfsþjálfun á vinnustöðum sem eru í samstarfi við Mími.

Hefst
19. jan. 2026
Tegund
Staðnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar