Þekkingarmiðlun
Þekkingarmiðlun
Þekkingarmiðlun

Að stjórna jafningjum

Mörgum finnst það óþægileg staða að vera stjórnandi meðal jafningja. Það að hafa verið einn af hópnum og síðan tekið að sér forystuhlutverkið kallar eðlilega á ákveðna afstöðu og hegðun sem verður að vera til staðar eigi árangur að nást. Á námskeiðinu verður farið yfir þau atriði sem stjórnendur jafningja upplifa sem erfið og óþægileg. Skoðað er hvers vegna þau eru erfið og rýnt í það hvernig best er að snúa sér í þeim málum. Farið er yfir nokkrar aðferðir sem gagnast jafningjastjórnendum og þær ræddar og síðan æfðar. Um er að ræða krefjandi og lifandi námskeið (vinnustofu) sem hefur að markmiði að efla þá stjórnendur sem eru að stjórna jafningjum eða koma til með að stjórna jafningjum.

Hefst
19. jan. 2026
Tegund
Staðnám
Tímalengd
1 skipti
Verð
44.500 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar