Námskeiðsauglýsingar á Alfreð
Þar sem fólkið er að finna
Á Alfreð eru þúsundir notenda daglega í leit að nýjum tækifærum í námi, leik og starfi. Námskeiðsauglýsingar birtast bæði á vef og í appi Alfreðs.

Hundraðkall á dag
Verðskráin fyrir námskeiðsauglýsingar á Alfreð er einföld og sanngjörn. Verð 100 kr. á dag (án aukaþjónustu og vsk.) að hámarki til sex mánaða.

Hvernig virkar þetta?
Þú setur inn upplýsingar um námskeið:
- titil og lýsingu
- myndir
- vefslóð
- tegund námskeiðs
Loks velur þú birtingartíma og greiðir fyrir valda daga með greiðslukorti.

Búa til auglýsingu
Skráðu þig inn hér, skráðu söluaðila og smelltu á
+ Ný auglýsing. Alfreð leiðir þig gegnum ferlið.

Aukaþjónusta í boði
4.900 kr. án vsk.
Námskeiðið þitt fær meiri athygli á Fremsta bekk hjá Alfreð. Það birtist efst undir Nám í appi og á vef Alfreðs. Góð leið til að grípa athyglina.
6.900 kr. án vsk.
Auglýsingin þín birtist á Facebook og Instagram. Sérfræðingar okkar greina markhóp þinn út frá áhugamálum, staðsetningu og tungumáli. Starfið fær meiri athygli á samfélagsmiðlum Meta - en þó aðeins ef texti og myndefni samræmist reglum Meta sem lesa má um hér.
14.900 kr. án vsk.
Aukabirtingar á einum stærsta vefmiðli landsins samhliða birtingu á vef Alfreðs og í appinu tryggir auglýsingunni enn meiri dreifingu. Námskeiðið þitt birtist í 14 daga undir fréttum á visir.is/lifid eða þangað til auglýsingin fer af Alfreð.