App sem opnar tækifæri

Sæktu appið – það er ókeypis. Alfreð er app með vinalegt viðmót og auðvelt í notkun. Nýttu appið og gríptu tækifærin án þess að hika.

Sækja appið í iOSSækja appið í Android

Settu Alfreð á Vaktina

Hvaða störf vilt þú láta Alfreð vakta? Merktu hvaða tegundir starfa og staðsetning virka best fyrir þig. Alfreð lætur þig vita um leið og þitt tækifæri birtist í Vaktinni.

Prófíllinn þinn á Alfreð

Prófíllinn þinn er einkasvæði þitt á Alfreð. Aðeins þú hefur aðgang. Nýttu þinn prófíl til að halda utan um helstu upplýsingar um menntun og fyrri störf.

Þar getur þú einnig haft til taks mikilvæg skjöl, s.s. ferilskrá, kynningarbréf, meðmælabréf. Þú stjórnar því hvaða viðhengi fylgja og getur sótt um, jafnvel í einum smelli.

Umsókn í einum smelli

Fylltu út prófílinn þinn og hafðu hann kláran til að sækja um í einum smelli.

Þitt einkasvæði

Þú og aðeins þú sérð prófílinn þinn. Þú stjórnar því hvaða upplýsingar fylgja umsókn þinni.

Tilkynningar

Þú færð tilkynningu þegar spennandi tækifæri birtast í Vaktinni.

Vertu í bandi

Öll samskipti í tengslum við umsókn þína fara um innhólfið þitt til að tryggja öryggi þeirra. Þar færðu boð í stafsviðtöl, upplýsingar um stöðu umsóknar eða fyrirspurnir sem tengjast umsókn þinni.

Náðu í appið!

Búðu til prófíl og hafðu allt klárt. Settu Alfreð á Vaktina og fáðu tilkynningu um leið og rétta tækifærið birtist. Það er frábært að geta sótt um, jafnvel með einum smelli beint úr símanum.

Sækja appið í iOSSækja appið í Android