Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sérfræðingur – Innra eftirlit með þjónustu við fatlað fólk

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitar að sérfræðingi í fullt starf á skrifstofu málefna fatlaðs fólks tímabundið til eins árs.

Sérfræðingur annast að meginstefnu til innra eftirlit með þjónustu velferðarsviðs í málaflokki fatlaðs fólks auk þátttöku í þróun þjónustu, skipulagningu og framkvæmd úttekta á velferðarsviði í samvinnu við teymi árangurs og gæðamats. Þá tekur sérfræðingur þátt í nefndarstarfi og vinnuhópum vegna verkefna skrifstofunnar.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir lausnamiðaðan, jákvæðan og skipulagðan einstakling með góða greiningar- og samskiptahæfni, frumkvæði og frjóa hugsun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í hóp og geta tekist á við krefjandi verkefni við fjölbreyttar aðstæður.

Velferðarsvið veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Reykjavíkurborgar. Undir sviðið heyra 117 starfsstaðir, þar af 77 sem veita sólarhringsþjónustu.

Velferðarsvið kallar eftir sakavottorðum í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og velferðarstefnu er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innra eftirlit með þjónustu.
  • Þátttaka í þróun þjónustu.
  • Skipulagning og framkvæmd úttekta.
  • Úrvinnsla og framsetning gagna.
  • Þátttaka í nefndarstarfi og vinnuhópum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði félags-, mennta- eða heilbrigðisvísinda.
  • Framhaldsmenntun er kostur sem og nám í verkefnastjórnun.
  • Þekking og reynsla af starfi með fötluðu fólki.
  • Þekking og reynsla af rannsóknum og aðferðafræði.
  • Færni í greiningu, úrvinnslu og framsetningu gagna.
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymum.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt.
  • Íslenskukunnátta C1 og enskukunnátta B2 samkvæmt samevrópskum matskvarða.
Auglýsing stofnuð30. apríl 2024
Umsóknarfrestur14. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.RannsóknirPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar