Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsráðgjafi í Austurmiðstöð

Austurmiðstöð auglýsir lausa stöðu félagsráðgjafa í deild virkni og ráðgjafar. Um er að ræða fastráðningu í 100% starfshlutfalli.

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi í starf félagsráðgjafa á Austurmiðstöð. Félagsráðgjafi mun einna helst sinna félagslegri ráðgjöf, virknimálum og taka á móti einstaklingum sem hafa fengið stöðu flóttafólks og öðrum verkefnum sem snúa að þjónustu við borgarbúa.

Starf félagsráðgjafa er bæði fjölbreytt og krefjandi, þar sem reynir á margvíslega eiginleika svo sem menningarnæmni og áfallamiðaða nálgun, lausnamiðaða hugsun og jákvæðni.

Austurmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu í hverfi borgarinnar og þverfaglegu samstarfi í hverfi og milli hverfa. Í boði er vinna með metnaðarfullum hópi annarra fagmanna.

Reykjavíkurborg er vinnustaður sem hefur innleitt styttri vinnuviku. Þá bjóðast starfsfólki ýmis fríðindi svo sem sundkort, menningarkort, heilsuræktarstyrkur og samgöngusamningur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Félagsleg ráðgjöf
  • Einstaklingsvinna
  • Þverfaglegt starf á Austurmiðstöð
  • Samvinna við samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
  • Þekking og reynsla af starfi félagsráðgjafar
  • Þekking og reynsla af sviði velferðarþjónustu kostur.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, þekking á áfallamiðaðri nálgun er kostur.
  • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Góð enskukunnátta og/eða önnur tungumál er kostur.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur24. maí 2024
Staðsetning
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar