Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Forstöðumanneskja stafrænna og stefnumiðaðra umbreytinga

Við leitum að framsækinni manneskju til að leiða tæknidrifinn vöxt og innleiðingu stefnu í gegnum stafrænar nýjungar og ferlastjórnun. Sem forstöðumanneskja stafrænna og stefnumiðaðra umbreytinga mun viðkomandi drífa áfram stafræna vegferð og tæknilega umbreytingu, með sérstaka áherslu á gervigreind og auðvelda gagnadrifna ákvörðunartöku með það að markmiði að styðja við sjálfsþjónustu og samvinnu starfsfólks með nýjustu tækni.

Viðkomandi verður lykilaðili í að skapa sveigjanlega og skilvirka stjórnun, innleiða árangursrík vinnubrögð og þróa vinnustaðamenningu sem hvetur til framúrskarandi árangurs. Í því felst að drífa áfram umbreytingaverkefni sem efla samvinnu og nálgun við fjölbreytt verkefni og undirstrikar mikilvægi skilvirkrar samþættingar stefnu, ferla, tækni og menningar.

Við leitum að manneskju sem er tilbúin að skoða hlutina á nýjan hátt. Sem aflvaki fyrir tæknidrifinni umbreytingu og framþróun færðu að vera á undan í að framkvæma stefnumótandi ákvarðanir sem ekki aðeins móta framtíðina heldur einnig auka framleiðni og samkeppnishæfni Orkuveitunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vera aflvaki tæknidrifins vaxtar og bera ábyrgð á samþættingu nýjustu tækni til að hámarka tækninýtingu
  • Drífa áfram stafræna umbreytingu með áherslu á gervigreind og skapa ramma fyrir gagnadrifna ákvörðunartöku
  • Leiða verkefni sem samþætta stefnu, ferla, tækni og menningu og stuðla að árangursríkri vinnustaðamenningu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af leiðtogahlutverki í stafrænum og stefnumótandi umbreytingarverkefnum
  • Sterk samskiptafærni og hæfni í að virkja og valdefla starfsfólk
  • Þekking og reynsla í nýsköpun, sérstaklega innan gervigreindar og tæknilegrar þróunar
  • Færni í að stýra breytingum og innleiða nýjungar sem eru í takt við breyttar stafrænar áherslur
  • Hæfni til að greina og mæta viðskiptalegum áskorunum með tæknilegum lausnum
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Auglýsing stofnuð19. apríl 2024
Umsóknarfrestur5. maí 2024
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar