Endurmenntun HÍ
Endurmenntun HÍ
Endurmenntun HÍ

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Nútíma samfélag og viðskiptaumhverfi kallar eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna margvíslegum verkefnum. Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfni sína.

Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun byggir á að efla fjóra megin færniþætti meðal þátttakenda: Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni. Námið samanstendur af fjórum námskeiðum sem skiptast jafnt á milli tveggja missera. Unnið er með færniþættina yfir allan námstímann og áhersla lögð á að kenna nemendum hagnýtar aðferðir og þjálfa þá í notkun þeirra. Nemendur fást við fjölbreytt verkefni, í kennslustofunni og utan hennar, í hópavinnu með öðrum nemendum.

Hefst
16. sept. 2024
Tegund
Staðnám
Tímalengd
1 skipti
Verð
795.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar