Endurmenntun HÍ
Endurmenntun HÍ
Endurmenntun HÍ

Ökukennaranám til almennra réttinda

Í samstarfi við Samgöngustofu og Menntavísindasvið HÍ. Námið samsvarar 30 ECTS 

Námið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og þjálfun til að geta skipulagt, undirbúið og annast ökukennslu, með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunemenda sinna. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist staðgóða þekkingu á sviði kennslufræða og umferðarmála og færni í að beita og miðla henni. Fagleg þekking á sviði umferðarfræða og þekking og færni á sviði kennslu og þjálfunar verður því ætíð að fara saman. Nemendur munu geta lýst og útskýrt hvað felst í öruggum akstri. Þeir munu jafnframt geta skipulagt og útfært færniþjálfun um leið og þeir geta gert öðrum grein fyrir nauðsyn þess að ökukennarinn sjálfur sé góð fyrirmynd og rækti ábyrgðartilfinningu og ábyrg viðhorf í starfi.

Hefst
28. ágúst 2024
Tegund
Staðnám
Tímalengd
1 skipti
Verð
1.980.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar