Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Tryggingalæknir

Vilt þú vinna í spennandi og síbreytilegu umhverfi þar sem þú tekur þátt í að þróa og efla íslenska heilbrigðisþjónustu?

Sjúkratryggingar auglýsa starf tryggingalæknis á sviði Lögfræði og gagnreyndrar meðferðar. Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur til greina. Sviðið sér um faglega afgreiðslu á málum sem kalla á aðkomu sérfræðinga á sviði heilbrigðisþjónustu og lögfræði.

Sjúkratryggingar eru lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi sem tryggir réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar vinna í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem rík áhersla er lögð á góðan aðbúnað starfsmanna.

Við leitum að öflugum einstaklingi sem mun koma að stefnumarkandi ákvörðunum tengdum læknisfræði og gagnreyndri meðferð innan stofnunarinnar. Um er að ræða aðkomu að framkvæmd samninga, ákvarðanir varðandi rétt sjúkratryggðra til greiðsluþátttöku og fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Læknisfræðileg ráðgjöf vegna verkefna Sjúkratrygginga Íslands s.s. vegna mats á gæðum þjónustu, forgangsröðun og fleira
  • Ráðgjöf varðandi gagnreynda meðferð 
  • Samskipti við lækna og sjúkrahús, innanlands og utan
  • Seta í faghópum innan stofnunarinnar sem m.a koma að afgreiðslu mála í slysatryggingu, sjúklingatryggingu, umsóknum um læknismeðferð erlendis o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi sem læknir
  • Sérfræðiviðurkenning í læknisfræði 
  • Starfsreynsla sem læknir 
  • Þekking og reynsla á sviði gagnreyndrar meðferðar æskileg 
  • Gott vald á íslensku og miðlun upplýsinga í rituðu og mæltu máli
  • Nákvæmni í starfi, vönduð og skipuleg vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi og hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hópi 
  • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni 
Реклама створена 30. October 2025
Кінцевий термін подання заявки10. November 2025
Мовні вимоги
ІсландськаІсландська
вимагається
Рідна мова
АнглійськаАнглійська
вимагається
Досконалий
Розташування
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Тип роботи
Навички
PathCreated with Sketch.ПозитивністьPathCreated with Sketch.ЛікарPathCreated with Sketch.Людські стосунки
Робоче середовище
Професії
Мітки роботи