

Teymi eða einstaklingar óskast í eldhúsið í leikskólanum Eyrarskjól á Ísafirði
Ert þú og/eða hugsanlega vinkona/vinur/maki til í ævintýri að taka að ykkur að elda, baka, þrífa og halda úti góðu eldhúsi í leikskólanum okkar Eyrarskjóli á Ísafirði.
Eyrarskjól er Hjallaleikskóli í Ísafjarðarbæ, við leggjum mikið upp úr góðum og hollum mat, auk þess að mæta börnum sem þurfa sérstaka aðgæslu með ofnæmis og óþol auk fleiri þátta.
Það er góður og heilbrigður starfsandi í skólanum okkar og er það hluti af stefnunni okkar.Hjallastefnunni er ætlað að stuðla að því að jákvæðni, gleði og kærleikur séu ráðandi öfl í samskiptum starfsfólks svo og í öllum samskiptum við börn og foreldra og aðra sem koma að málum skólans.
Starfsfólk skapar hina hlýlegu og jákvæðu menningu sem skal einkenna alla Hjallastefnuskóla. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt …“. Það er gott að vinna á stað sem okkur líður vel á og okkur finnst við jafn örugg á og við eigum öll skilið, börn og starfsfólk.
Matráður, 75% starf, 8:00 - 14:00. Annast matargerð, setur upp matseðla sem mæta næringarþörf barna. Ber ábyrgð á pöntunum og innkaupum, ber ábyrgð á hreinlæti og góðri umgengni. Stuðlar að góðum samskiptum í eldhúsinu og á vinnustaðnum o.fl. Vinnur í samvinnu við aðstoðarmanneskju t.d. að uppvaski, þrifum o.fl.
Aðstoð í eldhúsi, 100% starf, 8:00 - 16:00. Vinnur í samstarfi við matráð, aðstoðar við gerð og framreiðslu matar. Sér um eða aðstoðar við gerð morgunmatar og frágang. Aðstoðar við innkaup og pantanir ef matráður óskar eftir. Sér um eða aðstoðar við að raða á matarvagna, uppvask, þrif og þvotta o.fl.
- Einhverskonar menntun, s.s. matráðs - kokkamenntun - eða sambærilegt, eða reynsla og þekking af matargerð fyrir hópa er æskileg.
- Sjálfstæð vinnubrögð og gott skynbragð á heilsusamlegan mat
- Góð samvinnuhæfni, lausnamiðun og snyrtimennska
Frítt fæði, vinnustytting o.fl.












