

Sviðsstjóri rekstrarskrifstofu
Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra rekstrarskrifstofu. Leitað er að drífandi einstaklingi í spennandi stjórnunarstarf hjá öflugri menningar- og stjórnsýslustofnun sem varðveitir heimildir um sögu þjóðarinnar og leiðir skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera. Um 50 manns starfa hjá Þjóðskjalasafni. Um þessar mundir standa yfir miklar breytingar í starfseminni og því um spennandi tækifæri að ræða fyrir kraftmikinn aðila. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Þjóðskjalasafns.
Sviðsstjóri rekstrarskrifstofu á sæti í framkvæmdastjórn safnsins og tekur þátt í stefnumótun og þróunarvinnu. Undir skrifstofu rekstrar falla fjármál og rekstur, mannauðs- og gæðamál, innri vefur, öryggismál, skjala- og upplýsingamál og húsnæðismál.
- Fjármálastjórn, rekstur, reikningagerð og samþykkt reikninga, kostnaðaruppgjör, bókhald og fjárreiður
- Gerð rekstraráætlana fyrir stofnunina ásamt eftirfylgni
- Launavinnsla í samvinnu við mannauðs- og gæðastjóra
- Ábyrgð á mannauðs- og gæðamálum í samvinnu við mannauðs- og gæðastjóra
- Ábyrgð á húsnæðismálum, innkaupum og öryggismálum í samvinnu við umsjónarmann fasteigna
- Ábyrgð á skjala- og upplýsingamálum í samvinnu við skjalastjóra
- Leiðir vinnu við umsóknir um styrki og fjárveitingar, ásamt gerð samninga sem falla undir málaflokkinn
- Samskipti við Fjársýslu ríkisins, fjármálaráðuneytið og fagráðuneyti varðandi fjármál stofnunarinnar
- Háskólapróf, ásamt framhaldsmenntun, á sviði fjármála, viðskiptafræði eða tengdra greina
- Reynsla af fjármálastjórnun, rekstri og áætlanagerð
- Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
- Þekking eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur
- Þekking á lögum um opinber fjármál er æskileg
- Þekking á áætlana- og fjárhagskerfum ríkisins er kostur
- Góð greiningarhæfni og reynsla af framsetningu tölulegra upplýsinga
- Skipulagshæfni, frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Leiðtogahæfileikar og mjög góð færni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti













