
Johan Rönning
Johan Rönning var stofnað árið 1933 af norðmanninum Johan Rönning sem kom upphaflega hingað til lands árið 1921 til að vinna við háspennutengingar í Elliðárvirkjun.
Í dag starfa hjá félaginu yfir 125 starfsmenn í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Fjarðarbyggð, Grundartanga, á Selfossi og Akureyri. Meðalaldur starfsmanna er í kringum 44 ár og er meðalstarfsaldur þeirra hjá félaginu 9 ár.
Johan Rönning hefur 9 ár í röð verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins sjö ár í röð, samfleytt frá 2012 til 2018.
Johan Rönning hlaut einnig jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum í landinu til að hljóta slíka viðurkenningu, í dag hefur BSI jafnlaunavottun tekið við þessari viðurkenningu og er Johan Rönning vottað af þeim staðli (BSI ÍST 85:2012).
Fyrirtækið starfar nú undir merkjum Fagkaupa en Fagkaup rekur einnig verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, Áltak, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Þétt byggingalausnir og Fossberg. Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 starfsmenn.

Sumarstörf í útibúi Fagkaupa á Selfossi
Sumarstörf í verslun Fagkaupa á Selfossi
Fagkaup rekur verslanir Johan Rönning, Sindra, Vatn og veitur í útibúi fyrirtækisins á Selfossi.
Um skemmtileg og fjölbreytt störf er um að ræða þar sem þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina er í forgangi.
Nú leitum við að öflugu sumarstarfsfólki í verslun fyrirtækisins á Selfossi. Verslunin selur m.a. rafbúnað til fagfólks ásamt vinnufatnað, verkfæri og pípulagningarvörur.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi.
Vinnutími er frá 8.00-17.00
Við hvetjum áhugasama að sækja um óháð kyni, aldri og uppruna
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og þjónusta til viðskiptavina
- Móttaka vöru og útstilling í verslun
- Tilboðsgerð og ráðgjöf
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/ eða reynsla í rafiðngreinum/ og eða pípulögnum er kostur
- Reynsla af sölustörfum er kostur
- Þjónustulund skilyrði
- Stundvísi, frumkvæði og áreiðanleiki.
Fríðindi í starfi
- Öflugt félagslíf og virkt starfsmannafélag
- Niðurgreiddur hádegismatur
Реклама створена 13. February 2025
Кінцевий термін подання заявки7. March 2025
Мовні вимоги

вимагається

вимагається
Розташування
Austurvegur 69, 800 Selfoss
Тип роботи
Навички
ПроактивнийАмбіціїЕлектронна технікаРозподіл струмуЕлектромеханікаЕлектрикЕлектрикПродажПромислова механікаОбслуговування клієнтів
Робоче середовище
Підходить для
Професії
Мітки роботи
Більше робочих місць (2)
Схожі вакансії (12)

Gestamóttaka Icelandic speaking only
Hótel Norðurland

Sölumaður í Reykjavík
Fast Parts ehf.

Gleraugnaverslun - framtíðarstarf
PLUSMINUS OPTIC

Samfélagsmiðlar og vefverslun
Polarn O. Pyret

Bifvélavirki/vélvirki
Terra hf.

Söluráðgjafi í ELKO Lindum
ELKO

Rafvirki í ört vaxandi fyrirtæki.
Lausnaverk ehf

Sölufulltrúi Icewear - Ísafjörður
ICEWEAR

Rafvirki/tæknimaður
Rými

Sala og þjónusta
Rubix Ísland ehf

Sölufulltrúi í fullt starf
Gæðabakstur

Við leitum af söluráðgjöfum.
Tryggingar og ráðgjöf ehf.