Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili

Spennandi staða hjúkrunardeildarstjóra á Eir

Laus er sérstaklega spennandi staða hjúkrunardeildarstjóra á Eir hjúkrunarheimili. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd skipulagi á stuðningsþjónustu og heimahjúkrun ásamt vinnu á sérhæfðri hjúkrunardeild fyrir konur.
Deildarstjóri er leiðandi í allri starfsemi, hefur frumkvæði, getur unnið sjálfstætt en um leið mikilvægur hluti af teymisvinnu. Hann skipuleggur og stjórnar daglegri starfsemi og tekur þátt í þverfaglegu samstarfi og spennandi framþróun. Hann er lykilaðili í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem virðing, vellíðan og virkni eru leiðarljós í leik og starfi.
Upplagt starf fyrir hjúkrunarfræðinga sem búa í Grafarvogi eða nágrenni og eru þreyttir á umferðinni 😊

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Fagleg, rekstrarlega og starfsmannaábyrgð í samræmi við stefnu og markmið heimilisins.
  • Ábyrgðarskylda gagnvart heimilinu, skjólstæðingum, aðstandendum og samstarfsfólki.
  • Skipulag og þróun á starfsemi í samræmi við þarfir þjónustuþega - í samstarfi við aðrar starfsstöðvar.
  • Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar.
  • Ráðgjöf og fræðsla til íbúa og aðstandenda.
  • Teymisvinna innan heimilis.
  • Seta í hjúkrunarráði sem ábyrgðaraðili.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá Embætti landlæknis.
  • Reynsla af stjórnun er kostur.
  • Viðbótarnám sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla af RAI-mælitækinu er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður.
  • Jákvætt viðmót og samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Реклама створена 7. November 2024
Кінцевий термін подання заявки27. November 2024
Мовні вимоги
ІсландськаІсландська
вимагається
Рідна мова
Розташування
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Тип роботи
Навички
PathCreated with Sketch.Медсестра
Робоче середовище
Професії
Мітки роботи