

Skrifstofustjóri í Kársnesskóla
Laus er til umsóknar staða skrifstofustjóra í Kársnesskóli Kópavogi
Kársnesskóli er framsækinn grunnskóli í vesturbæ Kópavogs sem byggður er á góðum gildum en er nú nýr skóli með nemendur í 5. - 10.bekk. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, fjölbreytta kennsluhætti og að allir nemendur nái árangri. Í skólanum eru um 400 nemendur. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur í 5.-10.bekk með spjaldtölvur og áhersla er á gott samstarf í góðum teymum.
Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.
Skrifstofustjóri hefur umsjón með skipulagi og daglegum rekstri skrifstofu skólans. Skrifstofustjóri starfar sem aðstoðarmaður skólastjóra um almennan rekstur skólans og starfar náið með stjórnendateymi skólans að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Stúdentspróf
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg (B.A./B.S./B.Ed gráða)
• Mjög góð þekking og reynsla af skrifstofustörfum
• Mjög góð tölvukunnátta
• Þekking á Vinnustund og Mentor kostur
• Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
• Góð enskukunnátta
• Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
• Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
• Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
• Stundvísi og samviskusemi
Helstu verkefni
- Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu
- Umsjón með upplýsingamiðlun til nemenda, foreldra og starfsmanna í samvinnu við stjórnendur
- Tengiliður við stjórnendur vegna starfsmannahalds. Stuðningur við stjórnendur hvað varðar umsýslu mannauðsmála á grundvelli miðlægra ferla Kópavogsbæjar
- Umsjón með skráningu nemenda, starfsfólks og forfallaskráningu
- Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu
- Þátttaka í mótun verkferla skólans á grundvelli menntastefnu Kópavogsbæjar
Ráðningartími og starfhlutfall
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100% og er um framtíðarráðningu að ræða
Ráðning er frá 1.ágúst 2025
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Öll, óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið.
Góðar upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans http://karsnesskoli.is/
Upplýsingar gefur skólastjóri, Björg Baldursdóttir í síma 441-4600













