

Sérfræðingur í þróunardeild mæliaðferða
Alvotech auglýsir eftir skipulögðum, jákvæðum og áhugasömum sérfræðingi í þróunardeild mæliaðferða með auga fyrir smáatriðum. Starfið snýst einkum um fjölbreyttar sýnamælingar inni á tilraunastofu í tengslum við lyfjaþróun og þróun og gildingar á mæliaðferðum fyrir gæðastjórnun.
Viðkomandi mun starfa innan teymis sem sér m.a. um alls kyns kornamælingar (< 100 µm), greiningar á þrívíddarbyggingu próteina (DSC, CD, FT-IR, o.fl.), lekapróf (< 20 µm), og kraftmælingar.
Nýir starfsmenn fá fulla þjálfun áður en þeir hefja störf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Útbúa og mæla sýni í þágu rannsókna og þróunar.
- Skrifa skýrslur og verklýsingar fyrir þróun og gildingar mæliaðferða.
- Þróa og gilda mæliaðferðir.
- Halda vinnubók og fara yfir tilraunastofugögn.
- Uppfæra skjöl og skýrslur eftir þörfum.
- Halda utan um einstök tæki og tilraunastofubúnað.
- Þjálfa annað starfsfólk og deila sérhæfðri þekkingu.
- ·Veita stuðning í samskiptum við lyfjayfirvöld.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Framhaldsnám í eðlisfræði, efnafræði, lyfjafræði, eða skyldum fögum með töluverðu verklegu námi og reynslu og þekkingu af tilraunastofuvinnu.
- Sambærileg starfsreynsla er mikill kostur en ekki krafa.
- Mjög góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
- Mjög góð kunnátta í Microsoft Office.
- Forritunar- og tölfræðikunnátta er æskileg en ekki krafa.
- Reynsla og þekking af GxP gæðastöðlum er kostur en ekki krafa.
Um deildina:
Þróunardeild mæliaðferða tilheyrir sviði rannsókna og þróunar hjá Alvotech. Helstu verkefni deildarinnar eru að þróa og gilda mæliaðferðir, greina sýni í þágu rannsókna og þróunar, og styðja aðrar deildir með rannsókna- og þróunarvinnu, meðal annars í tengslum við samskipti við lyfjayfirvöld.
Umsækjendur skulu skila inn ferilskrá og kynningarbréfi (200 orð að hámarki). Kynningarbréfið skal svara tveimur spurningum:
1. Af hverju sóttir þú um þetta starf?
2. Af hverju heldur þú að þú uppfyllir kröfur þessa starfs?
[English]
Overview of role:
Alvotech is looking for an organized, positive, and enthusiastic individual with attention to detail to join Alvotech’s Analytical R&D Physicochemical Assays department as an Analytical R&D Scientist. The job involves various types of sample testing to support product development and regulatory submissions as well as developing and validating analytical methods to ensure quality biopharmaceutical products.
The candidate will become part of a team that focuses, among other things, on subvisible (< 100 µm) particle analysis, higher order structure determination of proteins (DSC, CD, FT-IR, etc.), container closure integrity testing (< 20 µm) and functional testing.
New employees will receive comprehensive training before starting independent work.
Key Responsibilities:
- Analyze samples to support research and development.
- Write reports and protocols for method development and validation.
- Develop and validate analytical methods.
- Review and complete laboratory documentation.
- Update quality documentation as needed.
- Maintain and verify laboratory equipment.
- Provide technical training and support.
- Assist with regulatory documentation.
Qualifications:
- M.Sc. in physics, chemistry, pharmacy, or a related field with a substantial experimental component.
- Relevant professional experience is highly advantageous but not a requirement.
- Fluency in English, both written and spoken.
- Proficient in Microsoft Office.
- Programming and statistical analysis skills are beneficial but not required.
- Knowledge of current GxP standards is beneficial but not required.
About the department:
The Analytical R&D Physicochemical Assays department is part of the R&D organization within Alvotech. The main role is to develop and validate analytical methods, analyze samples as part of research and analytical development programs, participate in execution of analytical strategies, and support preparation of all regulatory documentation.
Candidates are required to submit a CV and a Cover Letter (max 200 words). The cover letter shall address two questions:
1. Why did you apply for this position?
2. Why do you think you are qualified for this position?
What we offer:
- An inspiring challenge to work with great co-workers on ambitious projects that change people's lives.
- The chance to be a part of a global and fast-growing company.
- An international work culture that encourages diversity, collaboration and inclusion.
- Positive, flexible, and innovative work environment.
- Support for personal growth and internal career development.
- Company social events and milestone celebrations.
- Excellent in-house canteen and coffee house.
- Exercise and wellbeing support for full-time employees.
- On-site shower facility.
- Transportation grant towards eco-friendly modes of travel for full-time employees.
- Internet at home for full-time employees.






