Píeta Samtökin
Píeta Samtökin

Móttökufulltrúi Píeta samtökin

Fjölbreytt starf móttökufulltrúa Píeta samtakanna

Við leitum eftir jákvæðum, þjónustuliprum og sveigjanlegum einstaklingi í fjölbreytt og líflegt starf móttökufulltrúa Píeta samtakanna. Píeta samtökin eru heimilislegur og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem lögð er áhersla á hlýlegt viðmót og góðan starfsanda. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfsheiti: Móttökufulltrúi

Starfshlutfall: 100%

Lýsing á starfi:

Starfið felur í sér móttöku og aðstoð við skjólstæðinga sem leita þjónustu. Lögð er áhersla á hlýlegt og faglegt viðmót. Móttökufulltrúi ber ábyrgð á daglegri umsýslu á tímabókunum og breytingum á viðtalstímum ásamt umsýslu gagna, s.s. skráningu í kerfi, m.a. vegna spurningalista. Auk þess að koma erindum sem berast í tölvupósti í viðeigandi farveg. Móttökufulltrúi vinnur þétt með fagaðilum og fagstjóra Píeta samtakanna.

Helstu verkefni:

  • Taka á móti og aðstoða skjólstæðinga eftir þörfum

  • Tímabókanir, afbókanir og breytingar á viðtalstímum.

  • Umsjón með tölvupósti þ.m.t afgreiðsla eða viðeigandi farvegur

  • Samskipti við fagaðila er varðar tímabókanir eða skjólstæðingamál eftir þörfum

  • Umsýsla gagna og skráning í kerfi, m.a. vegna viðtala og spurningalista.

  • Veita skjólstæðingum tæknilega aðstoð við útfyllingu rafrænna gagna.

  • Önnur verkefni sem snúa að almennri starfsemi s.s. vefverslun.

  • Þátttaka í umbótaverkefnum, verklagsþróun og skipulagsvinnu.

  • Almenn umsjón með skrifstofuaðstöðu, þar á meðal daglegt viðhald og frágangur, s.s. tæming uppþvottavélar og snyrting sameiginlegra rýma.

  • Önnur tilfallandi störf.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi.

  • Reynsla af móttöku, þjónustu og skjalavinnu er kostur.

  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að vinna með rafræn kerfi.

  • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.

  • Góð samskiptafærni, sveigjanleiki og þjónustulund.

Starfsstöð: Píeta samtökin, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Móttakan er opin frá kl. 9-16 alla virka daga.

Nánari upplýsingar veita Ellen Calmon framkvæmdastýra Píeta samtakanna í netfanginu [email protected] og Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri [email protected] eða í síma 552 2218.

Píeta samtökin eru meðferðar- og forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Píeta veita meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls. Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi landlæknis á sviði geðheilbrigðis; sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir. Píeta samtökin eru með hjálparsímann 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.pieta.is

Реклама створена 5. May 2025
Кінцевий термін подання заявки15. May 2025
Мовні вимоги
ІсландськаІсландська
вимагається
Високий
АнглійськаАнглійська
вимагається
Високий
Розташування
Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnes
Тип роботи
Професії
Мітки роботи