

Matartæknir í Veitingaþjónustu
Við leitum af öflugum matartækni til liðs við Veitingaþjónusta Landspítala. Í boði er skemmtilegt og fjölbreytt starf þar sem þú hefur raunveruleg áhrif. Þú færð tækifæri til að starfa í faglegu teymi sem leggur áherslu á gæði og góða þjónustu, í vinnuumhverfi þar sem skapandi hugmyndir fá að njóta sín. Starfið er hjá einum stærsta vinnustað landsins sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki og býður upp á öryggi, frábært samstarfsfólk og fjölskylduvænt starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Hjá Veitingaþjónustu starfa um 100 einstaklingar en deildin heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið og rekur eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi þar sem við framleiðum og afgreiðum um 6.000 máltíðareiningar á dag. Deildin starfrækir jafnframt 9 matsali og 2 kaffihús undir vörumerkinu ELMA, en þar er veitt fjölbreytt þjónusta í bland við nýstárlega sjálfsafgreiðslu.
Leitað er eftir drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli getu til að mæta þörfum ólíkra hópa, hafa auga fyrir umbótum og stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi á fjölþjóðlegum vinnustað. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og býður upp á lifandi starfsumhverfi.

























































