

Deildarstjóri í leikskólanum Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg
Leikskólakennari óskast í 100% starf deildarstjóra í leikskólanum Suðurborg í Suðurhólum 19, 111 Reykjavík.
Suðurborg er 6 deilda leikskóli og þar dvelja 106 börn.
Við leitum að skapandi og áhugasömu fólki með leikskólakennaramenntun, reynslu, þekkingu til að vinna með ungum börnum. Starfið í leikskólanum Suðurborg er fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur er eins en á hverjum degi getum við sameinast um að leggja dýrmætan grunn að þekkingu og þroska barna. Mikil þróun er í starfi með yngstu börnunum þar sem mikil og góð samvinna er á milli þriggja yngri barna deilda.
Í leikskólanum er lögð áhersla á stuðning við jákvæða hegðun, sterka félagsfærni og að efla mál og læsi. Leikskólinn er auk þess sérhæfður leikskóli fyrir börn með einhverfu þar sem áherslan er á atferlisíhlutun.
Starfið er laust frá 1. september 2025 eða eftir samkomulagi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Rún Gylfadóttir í síma 411-3220 og tölvupósti [email protected] eða [email protected]
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla, stefnu og skipulagi.
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans á deildinni.
- Annast daglega verkstjórn á deild, skipulagningu, framkvæmd og mati deildarstarfs.
- Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og samvinnu við foreldra.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deildinni.
- Er í stjórnendateymi leikskólans og tekur þátt í gerð skólanámskrár, starfsáætlunar og þróunarverkefnum.
- Leikskólakennaramenntun.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Tölvukunnátta.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
- Heilsuræktarstyrkur
- Menningarkort – bókasafnskort












