
Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða,
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car,
Dive.is,
Flybus,
Garðaklettur,
Hópbifreiðar Kynnisferða,
Icelandic Mountain Guides,
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Bílstjóri á hálendisrútuna - sumarstarf
Ferðaskrifstofa Icelandia leitar að reynslumiklum þjónustulunduðum bílstjóra með ríka öryggisvitund fyrir sumarið 2025 með möguleika á framtíðarstarfi. Um er að ræða sumarstarf frá í síðasta lagi 1. júní og unnið er samkvæmt 2-2-3 vaktaskipulagi.
Ferðaskrifstofa Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Akstur hálendisrútunnar og þjónusta við farþega.
-
Umsjón og umhirða bifreiða.
-
Vinna eftir umhverfis-, öryggis- og gæðastöðlum fyrirtæksins.
-
Umsjón með farangri farþega og vörum þeim sem eru fluttar með bifreiðum fyrirtækisins.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Reynsla af akstri á hálendisvegum og yfir óbrúaðar ár er skilyrði.
-
Aukin ökuréttindi D.
-
Gilt ökuritakort.
-
Hreint sakavottorð.
-
Íslensku- og/eða enskukunnátta.
-
Rík öryggisvitund, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Snyrtimennska og stundvísi.
-
Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi
-
Fjölbreytt verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
-
Möguleikar á þróun í starfi.
Реклама створена 20. February 2025
Кінцевий термін подання заявки16. March 2025
Мовні вимоги

вимагається

components.job_apply.application_languages.optional
Розташування
BSÍ
Тип роботи
Навички
D-95 réttindiСудимості немаєПозитивністьЛюдські стосункиАмбіціїНезалежністьОбслуговування клієнтів
Професії
Мітки роботи
Більше робочих місць (4)
Схожі вакансії (12)

Lagerstarf
AB Varahlutir

Vagnstjóri í sumarstarf / Bus driver summer employment
Strætó bs.

Bílstjóri/lagerstarf
Útilíf

Sölufulltrúi í fullt starf
Gæðabakstur

Bílstjóri hópbifreða - sumarstarf
Icelandia

Bílstjóri - Driver
Icetransport

Akstur & standsetningar JEEP/RAM/FIAT umboðið
ÍSBAND (Íslensk-Bandaríska ehf)

Fjallaleiðsögumaður með meirapróf óskast
Katlatrack ehf

Störf í áfyllingu á Hvolsvelli- hlutastarf
Ölgerðin

Lagerstarfsmaður
Rún Heildverslun

Rekverk ehf leitar að starfsmanni.
Rekverk ehf.

Sumarstörf í vöruhúsum Distica
Distica