

Afgreiðslu og lagerstarf
Würth á Íslandi óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan starfsmann til starfa í höfuðstöðvar í Norðlingaholti Reykjavík.
Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá 8:00-17:00 og föstudaga 8:00-16:00
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Würth samanstendur af rúmlega 413 fyrirtækjum í 84 löndum. Þar starfa yfir 95.000 manns. Würth er fjölskylduvænt fyrirtæki með góðan starfsanda og vinnuaðstöðu. Würth er með þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu, eina á Selfossi og eina á Akureyri og starfa um 38 manns hjá fyrirtækinu á Íslandi.
Starfslýsing:
- Tiltekt á vörupöntunum
- Frágangur á innkaupapöntunum
- Afgreiðsla í verslunum
- Almenn lagerstörf og önnur tilfallandi störf
Menntun og hæfniskröfur:
- Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Vilji og metnaður til að ná árangri í starfi
- Almenn tölvuþekking
- Stundvísi og almenn reglusemi
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Hreint sakarvottorð
- Þekking á vörum Würth er kostur
- Iðnmenntun er kostur
- Lyftarapróf er kostur
- Íslenskukunnátta skilyrði
Eingöngu reyklausir umsækjendur 25 ára og eldri koma til greina.
Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2025.












