

Dyravarðanámskeið
Um námskeiðið
Námskeið fyrir dyraverði er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er ætlað starfandi dyravörðum og/eða þeim sem hyggjast starfa við dyravörslu. Þá hentar námskeiðið einnig starfsfólki hótela og veitingahúsa sem t.d. vinna næturvaktir. Námskeiðið er starfstengt og er ætlað að efla þátttakendur í starfi. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um dyravarðaskírteini sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út, skírteinið gildir í þrjú ár.
Námsgreinar
- Ábyrgð og hlutverk dyravarða
- Fyrsta hjálp
- Fjölmenning
- Kynning á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis
- Brunavarnir og sjálfsvörn
Uppbygging náms
Kennt er þrisvar í viku eftir kl. 17:00
Dyravarðaskírteini
Sótt er um dyravarðaskírteini á rafrænu formi . Hægt er að sækja um dyravarðaskírteini til þriggja ára áður en námskeið hefst og verður það þá afhent við námskeiðslok.
Til að ljúka námskeiðinu þarf að ná minnst 80% mætingu.
Til viðbótar við námskeiðið þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta sótt um skírteini:
- Vera að minnsta kosti 20 ára
- Hafa ekki gerst sekir/ar um ofbeldis- eða fíkniiefnabrot á síðastliðnum fimm árum.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?