

Vöruhúsastjóri hjá Rubix Reyðarfirði
Rubix leitar að öflugum starfsmanni í starf vöruhúsastjóra á starfsstöð Rubix innan athafnasvæðis Alcoa á Reyðarfirði. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá framsæknu og skemmtilegu fyrirtæki.
Rubix þjónustar starfsemi Alcoa Fjarðaáls með sérsniðna og víðtæka þjónustu á sviði vöruhúsa og aðfanga vegna varahluta og rekstrarvara
Starfsstöð vöruhúsastjóra er á Reyðarfirði.
- Ábyrgð á daglegum rekstri og stýringu vöruhúss
-
Afgreiðsla og móttaka á vörum
-
Umsjón með starfsmönnum vöruhúss m.a. stýring og úthlutun verkefna, skipulag á vinnu og viðvera
-
Umsjón með umhirðu og skipulagi á vöruhúsasvæðinu
-
Ábyrgð á gæða og öryggismálum vöruhúss
- Önnur tilfallandi störf
-
Menntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
-
Góð tölvukunnátta
-
Rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
-
Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
-
Þekking á Microsoft Dynamics NAV er kostur
-
Góð þekking á íslensku og ensku













