EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Viltu veita ráðgjöf við innivist?

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi sem hefur áhuga á að sérhæfa sig í innivist. Sem sérfræðingur í byggingartækni fengir þú tækifæri til að starfa í fjölbreyttum verkefnum tengdum viðhaldi innan- og utanhúss, svo sem umsjón og eftirliti verklegra framkvæmda, rakaskimunum, ástandsskoðun, gallagreiningu og tillögum að endurbótum, auk verkefnastýringar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rakaskimun, sjónskoðun og sýnataka
  • Sýnataka úr byggingarefnum vegna rakaskemmda eða endurbóta
  • Loftgæðarannsóknir, sýnataka og síritun loftgæða
  • Skýrslugerð og tillögur að endurbótum
  • Ástandsskoðanir fasteigna, gallagreining, lekaprófun, loftþéttleikamælingar
  • Umsjón / eftirlit verklegra framkvæmda/ ráðgjöf á verktíma
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, arkitektúr, líffræði, byggingarfræði eða önnur menntun við hæfi
  • Iðnmenntun og/eða reynsla af byggingarframkvæmdum er kostur en ekki skilyrði
  • Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Hleðsla á rafbíl
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Utworzono ofertę pracy23. September 2024
Termin nadsyłania podań6. October 2024
Lokalizacja
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Rodzaj pracy
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia