Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Upplýsinga- og gagnastjóri

Mosfellsbær óskar eftir að ráða framsýnan og umbótasinnaðan upplýsinga- og gagnastjóra með góða þekkingu og reynslu til að leiða þróun gagnamála hjá bænum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð, skipulag og umsjón með gögnum Mosfellsbæjar
  • Þróun á og eftirfylgni með gagnastefnu, ásamt verklagi við gagnastjórnun
  • Yfirumsjón með ONE Systems málakerfinu og ábyrgð á þróun þess
  • Innleiðing ONE Systems málakerfis í stofnanir sveitarfélagsins
  • Þróun gagnavistunar- og grisjunaráætlunar ásamt eftirfylgni
  • Ábyrgð og þátttaka í vinnu við þróun kerfisarkitektúrs Mosfellsbæjar
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins í gagnamálum
  • Skipulagning og framkvæmd fræðslu um gagnamál
  • Frágangur og skil á gögnum Mosfellsbæjar til Héraðsskjalasafns
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði 
  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af upplýsinga- og gagnastjórnun 
  • Yfirgripsmikil þekking á málakerfinu ONE Systems 
  • Góð þekking á gagnastýringu og kerfis arkitektúr 
  • Góð þekking og reynsla á opinberri skjalavörslu og skjalastjórn er nauðsynleg, þ.m.t. lögum og reglum þar um 
  • Mjög góð samskiptafærni ásamt frumkvæði og sjálfstæði í starfi 
  • Mjög góð tölvukunnátta og þekking og færni á helstu tölvukerfum s.s. M365 
  • Þekking og reynsla af vinnu við og innleiðingu umbótaverkefna 
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur 
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
Utworzono ofertę pracy17. July 2025
Termin nadsyłania podań31. July 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe